Minning um Þorgeir 6. nóvember 2008 07:30 Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikari og myndlistarmaður. Í kvöld verður samkoma í Iðnó til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikara og myndlistarmann. Tilefni er útgáfa Óðs eilífðar, heildarsafns ljóða Þorgeirs auk listaverka eftir höfundinn og níu aðra myndlistarmenn. Á samkomunni verða ljóð Þorgeirs flutt með leikrænum lestri, söng og tónlist og fjölmargir listamenn koma fram: þeirra á meðal Ófeigur Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Rúna K. Tetzschner, Rúnar Guðbrandsson og Kór byltingarinnar. Dagskráin verður afar fjölbreytt og nær hámarki með flutningi Veðraspárinnar, heimsósómakvæðis eftir Þorgeir, og tónverks eftir Hópreið lemúranna. Hljómsveitin sem skipuð er nokkrum félögum úr Júpiters flytur þetta kraftmikla sérkennilega verk ásamt Kór byltingarinnar og Rúnari Guðbrandssyni leikara sem fer með hlutverk Veðraspámannsins. Innan Hópreiðar lemúranna starfa margar minni hljómsveitir sem taka fyrir mismunandi kafla hinnar mögnuðu heimsádeilu Þorgeirs. Í Veðraspánni segir: allt finnst oss betra en bleyðunnar kelda/örvænting skárri en skapleysið slétta og fellda/ já örvænting skárri en yfirborðsleikur í logni/samkvæmt fyrirmælum frá æðstaráði smásálna,/tíðarandagift frekra meðalmenna, riddara uppvöðslunnar, tilfinningadoðans, útrásar- og ástarsnobbs, gjamms og gulra hugsana … Tónlistarstjóri kvöldsins er Hörður Bragason og dagskrárstjóri er Rúna K. Tetzschner. Bók og tónleikar - er samstarfsverkefni fjölda listamanna og vina Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndað kringum útgáfu á verkum hans. Óður eilífðar felur í sér ljóðlist, myndlist og tónlist og nær hámarki í tónleikunum í Iðnó við útkomu bókarinnar. Þorgeir, oft nefndur Goggi meðal vina, var sagnfræðingur og kennari og fjölhæfur listamaður sem meðal annars lék á saxófón og stofnaði hljómsveitina Júpiters. Hann orti einnig, teiknaði og málaði og hefur ljóðum hans og myndum verið safnað saman í bókinni Óði eilífðar. Megnið af efninu hefur ekki komið út áður. Í ljóðagerð sinni sækir Þorgeir jafnt í hið gamla sem hið nýja af listfengi og hugkvæmni. Ljóð hans spanna sárbeittustu ádeilu, dýpstu trúarinnlifun, óvægnasta níð, innilegustu ástartjáningu, - og allt þar á milli. Þau sýna mikla breidd ljóðskáldsins og eiga brýnt erindi til samtímans. Ljóð Þorgeirs berast íslensku þjóðinni á ögurstundu. Þau hafa sjaldan eða aldrei átt betur við en einmitt á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ganga í garð. Ljóðunum er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Guðmund Andra Thorsson og Rúnu K. Tetzchner sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar. pbb@frettabladid.is Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í kvöld verður samkoma í Iðnó til minningar um Þorgeir Rúnar Kjartansson (1955-1998) skáld, saxófónleikara og myndlistarmann. Tilefni er útgáfa Óðs eilífðar, heildarsafns ljóða Þorgeirs auk listaverka eftir höfundinn og níu aðra myndlistarmenn. Á samkomunni verða ljóð Þorgeirs flutt með leikrænum lestri, söng og tónlist og fjölmargir listamenn koma fram: þeirra á meðal Ófeigur Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Rúna K. Tetzschner, Rúnar Guðbrandsson og Kór byltingarinnar. Dagskráin verður afar fjölbreytt og nær hámarki með flutningi Veðraspárinnar, heimsósómakvæðis eftir Þorgeir, og tónverks eftir Hópreið lemúranna. Hljómsveitin sem skipuð er nokkrum félögum úr Júpiters flytur þetta kraftmikla sérkennilega verk ásamt Kór byltingarinnar og Rúnari Guðbrandssyni leikara sem fer með hlutverk Veðraspámannsins. Innan Hópreiðar lemúranna starfa margar minni hljómsveitir sem taka fyrir mismunandi kafla hinnar mögnuðu heimsádeilu Þorgeirs. Í Veðraspánni segir: allt finnst oss betra en bleyðunnar kelda/örvænting skárri en skapleysið slétta og fellda/ já örvænting skárri en yfirborðsleikur í logni/samkvæmt fyrirmælum frá æðstaráði smásálna,/tíðarandagift frekra meðalmenna, riddara uppvöðslunnar, tilfinningadoðans, útrásar- og ástarsnobbs, gjamms og gulra hugsana … Tónlistarstjóri kvöldsins er Hörður Bragason og dagskrárstjóri er Rúna K. Tetzschner. Bók og tónleikar - er samstarfsverkefni fjölda listamanna og vina Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar, myndað kringum útgáfu á verkum hans. Óður eilífðar felur í sér ljóðlist, myndlist og tónlist og nær hámarki í tónleikunum í Iðnó við útkomu bókarinnar. Þorgeir, oft nefndur Goggi meðal vina, var sagnfræðingur og kennari og fjölhæfur listamaður sem meðal annars lék á saxófón og stofnaði hljómsveitina Júpiters. Hann orti einnig, teiknaði og málaði og hefur ljóðum hans og myndum verið safnað saman í bókinni Óði eilífðar. Megnið af efninu hefur ekki komið út áður. Í ljóðagerð sinni sækir Þorgeir jafnt í hið gamla sem hið nýja af listfengi og hugkvæmni. Ljóð hans spanna sárbeittustu ádeilu, dýpstu trúarinnlifun, óvægnasta níð, innilegustu ástartjáningu, - og allt þar á milli. Þau sýna mikla breidd ljóðskáldsins og eiga brýnt erindi til samtímans. Ljóð Þorgeirs berast íslensku þjóðinni á ögurstundu. Þau hafa sjaldan eða aldrei átt betur við en einmitt á þeim viðsjárverðu tímum sem nú ganga í garð. Ljóðunum er fylgt úr hlaði með inngangi eftir Guðmund Andra Thorsson og Rúnu K. Tetzchner sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar. pbb@frettabladid.is
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira