Hjaltalín hita upp fyrir Cold War Kids 21. nóvember 2008 07:00 Hljómsveitin Hjaltalín er á leiðinni í tónleikaferð með Cold War Kids. Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hjaltalín er leiðinni í tónleikaferð um Evrópu með bandarísku sveitinni Cold War Kids. Um vikulangan túr er að ræða sem hefst í Tórínó á Ítalíu á laugardagskvöld. Tónleikaferðin kom upp mjög snögglega því Hjaltalín var fengin til að hlaupa í skarðið fyrir aðra upphitunarsveit sem forfallaðist. „Við erum að fara í Evróputúr í janúar og það eru mestmegnis ferðalög í gegnum Þýskaland, Austurríki, Sviss, Bretland og Frakkland. Núna byrjum við á Ítalíu og förum svo á suðurströnd Frakklands og til Spánar. Hún er aðeins syðra þessi ferð þannig að það passar ágætlega," segir Högni Egilsson í Hjaltalín. „Þetta verður heljarinnar ferðalag. Þetta eru fjögur þúsund kílómetrar sem við erum að ferðast. Við tökum bíl og keyrum á milli. Þetta verður ofsalega gaman." Högni játar að um góða kynningu sé að ræða fyrir Hjaltalín enda þykir Cold War Kids með efnilegri sveitum í bandaríska rokkinu. Hún hefur gefið út tvær plötur, nú síðast Loyalty to Loyalty. Sveitin átti á síðasta ári að hita upp fyrir The White Stripes á tónleikaferð en hætt var við ferðina. Hjaltalín hitar upp fyrir tónleikaferðina með tónleikum á Nasa í kvöld þar sem einnig koma fram Sprengjuhöllin og Motion Boys. Skömmu síðar stíga krakkarnir upp í flugvél á vit ævintýranna á Ítalíu. Milli jóla og nýárs ætlar Hjaltalín svo að taka upp ný lög með aðstoð sinfóníuhljómsveitar. Högni vonast til að efnið komist á næstu plötu sveitarinnar sem verður að öllum líkindum stærri og litríkari en sú síðasta. - fb
Mest lesið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira