Meira um mannréttindi Þorvaldur Gylfason skrifar 19. júní 2008 05:00 Ef maður kaupir sér gullúr í gamalli skartgripabúð, getur hann oftast gengið að því vísu, að úrið er ekki illa fengið. Ef hann kaupir gullúr af órökuðum og illa þefjandi götusala með vasana úttroðna af úrum, gerir hann það varla í góðri trú: hann á að vita, að hann er að kaupa þýfi eða eftirlíkingu. Ef brotizt er inn til mannsins og úrinu er stolið, fæst skaðinn trúlega bættur hjá tryggingafélagi í fyrra tilvikinu, en ekki í hinu síðara. Lögum og reglum er ætlað að reisa skorður við verzlun með þýfi. OlíuviðskiptiSamt halda menn áfram að höndla með þýfi í stórum stíl um allan heim, þar eð gildandi lögum gegn slíkum viðskiptum er ekki framfylgt. Hér skulum við staldra við olíuviðskipti. Fimm af tíu stærstu fyrirtækjum heims í tekjum talið eru olíufélög. Olía nemur að verðmæti röskum helmingi allra vöruviðskipta heimsins. Olíufélög kaupa ókjör af olíu af mönnum, sem hafa sölsað undir sig olíulindir landa sinna. Tökum Miðbaugs-Gíneu í miðri Afríku. Þar fannst olía eftir 1990. Landsframleiðsla á mann margfaldaðist í krafti olíuútflutnings, einkum til Bandaríkjanna. Fólkið í landinu, hálf milljón manns, býr samt við engu betri kjör nú en þá. Meðalævin var 46 ár 1990 og er nú 42 ár (2005). Fimmta hvert barn veslast upp og deyr fyrir fimm ára afmælið. Obiang Nguema Mbasogo forseti hefur stjórnað landinu með harðri hendi frá 1979 og sölsað olíuauðinn undir sjálfan sig, fjölskyldu sína og vini og veður í peningum. Meira en helmingur þjóðarinnar þarf að láta sér duga einn Bandaríkjadollara á dag eða minna. Til viðmiðunar nemur olíuútflutningurinn nú um einu fati, eða 125 dollurum, á mann á dag. Obiang forseti heldur þjóðinni í skefjum með ofbeldi, svo að fáir þora að andmæla misskiptingunni og annarri óáran. Miðbaugs-Gínea er ekki einsdæmi. Í Sádi-Arabíu, harðsvíraðasta einræðisríki heims, hefur konungsfjölskyldan með líku lagi sölsað undir sig olíuauðinn og lifir í hömlulausum vellystingum, en múgurinn þarf að gera sér að góðu molana, sem hrjóta af borðum kóngafólksins. Þar hefur meðalævin þó lengzt og barnadauði minnkað, en ástand landsins er eigi að síður slæmt. Við þennan lista olíulanda, sem loga í ófriði, kúgun og spillingu, mætti bæta til dæmis Írak, Íran, Líbíu, Nígeríu og Súdan. Og hvað með það? - spyrð þú. Náttúruauðlindir eru þjóðareignHvað með það? Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi - já, ég er að tala um samninginn, sem ríkisstjórn Íslands hefur brotið með fiskveiðilöggjöfinni - skilgreinir náttúruauðlindir sem þjóðareign. Önnur málsgrein fyrstu greinar samningsins hefur ekki vakið næga athygli, en þar segir: „Allar þjóðir mega ... ráðstafa óhindrað náttúruauðæfum og auðlindum sínum brjóti það ekki í bága við neinar skuldbindingar sem leiðir af alþjóðlegri efnahagssamvinnu, byggðri á grundvallarreglunni um gagnkvæman ábata, og þjóðarétti. Aldrei má svipta þjóð ráðum sínum til lífsviðurværis." Í þessum orðum felst, að upptaka þjóðareignar eins og í Miðbaugs-Gíneu er brot á samningnum. Upptaka eða gróf misskipting þjóðareignarinnar er mannréttindabrot. Þar eð Miðbaugs-Gínea er aðili að alþjóðasamningnum, væri hægt að kæra Obiang forseta fyrir mannréttindanefndinni og einnig ríkisstjórnir hinna landanna, sem nefnd eru að framan, en þó ekki Sádi-Arabíu, þar eð ríkisstjórnin þar hefur ekki undirritað samninginn. Ísland undirritaði samninginn 1968 og staðfesti hann 1979.Brezki heimspekiprófessorinn Leif Wenar færir að því rök í tímaritinu Philosophy and Public Affairs, að alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi veiti ásamt landslögum færi á að stemma stigu fyrir millilandaverzlun með þýfi. Bandaríkjamenn og aðrir, sem kaupa olíu frá Miðbaugs-Gíneu, eru klárlega að kaupa þýfi. Væri tekið fyrir slík viðskipti, væri grundvellinum kippt undan harðstjórum eins og Obiang forseta og mörgum öðrum og mannréttindabrotum þeirra. Kjarni hugmyndar heimspekingsins er þessi: Eignarréttur þjóðar yfir auðlindum sínum er þegnréttur, mannréttur, og mannréttindi eru algild, svo sem mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um og einnig alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.Virðing fyrir mannréttindumÞegar rök Leifs Wenar eru brotin til mergjar, vekur það eftirtekt, hversu óvarlega sumir íslenzkir lögfræðingar hafa frá öndverðu fjallað um fiskveiðistjórnina hér heima. Jafnvel prófessorar í lögum hafa leyft sér að gera lítið úr sameignarákvæðinu í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna og með því móti gert sig seka um virðingarleysi gagnvart mannréttindum að alþjóðalögum. Sameignarákvæðið er lykilákvæði, ekki aðeins af almennum réttlætisástæðum, heldur einnig í ljósi algildra lögverndaðra mannréttinda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Ef maður kaupir sér gullúr í gamalli skartgripabúð, getur hann oftast gengið að því vísu, að úrið er ekki illa fengið. Ef hann kaupir gullúr af órökuðum og illa þefjandi götusala með vasana úttroðna af úrum, gerir hann það varla í góðri trú: hann á að vita, að hann er að kaupa þýfi eða eftirlíkingu. Ef brotizt er inn til mannsins og úrinu er stolið, fæst skaðinn trúlega bættur hjá tryggingafélagi í fyrra tilvikinu, en ekki í hinu síðara. Lögum og reglum er ætlað að reisa skorður við verzlun með þýfi. OlíuviðskiptiSamt halda menn áfram að höndla með þýfi í stórum stíl um allan heim, þar eð gildandi lögum gegn slíkum viðskiptum er ekki framfylgt. Hér skulum við staldra við olíuviðskipti. Fimm af tíu stærstu fyrirtækjum heims í tekjum talið eru olíufélög. Olía nemur að verðmæti röskum helmingi allra vöruviðskipta heimsins. Olíufélög kaupa ókjör af olíu af mönnum, sem hafa sölsað undir sig olíulindir landa sinna. Tökum Miðbaugs-Gíneu í miðri Afríku. Þar fannst olía eftir 1990. Landsframleiðsla á mann margfaldaðist í krafti olíuútflutnings, einkum til Bandaríkjanna. Fólkið í landinu, hálf milljón manns, býr samt við engu betri kjör nú en þá. Meðalævin var 46 ár 1990 og er nú 42 ár (2005). Fimmta hvert barn veslast upp og deyr fyrir fimm ára afmælið. Obiang Nguema Mbasogo forseti hefur stjórnað landinu með harðri hendi frá 1979 og sölsað olíuauðinn undir sjálfan sig, fjölskyldu sína og vini og veður í peningum. Meira en helmingur þjóðarinnar þarf að láta sér duga einn Bandaríkjadollara á dag eða minna. Til viðmiðunar nemur olíuútflutningurinn nú um einu fati, eða 125 dollurum, á mann á dag. Obiang forseti heldur þjóðinni í skefjum með ofbeldi, svo að fáir þora að andmæla misskiptingunni og annarri óáran. Miðbaugs-Gínea er ekki einsdæmi. Í Sádi-Arabíu, harðsvíraðasta einræðisríki heims, hefur konungsfjölskyldan með líku lagi sölsað undir sig olíuauðinn og lifir í hömlulausum vellystingum, en múgurinn þarf að gera sér að góðu molana, sem hrjóta af borðum kóngafólksins. Þar hefur meðalævin þó lengzt og barnadauði minnkað, en ástand landsins er eigi að síður slæmt. Við þennan lista olíulanda, sem loga í ófriði, kúgun og spillingu, mætti bæta til dæmis Írak, Íran, Líbíu, Nígeríu og Súdan. Og hvað með það? - spyrð þú. Náttúruauðlindir eru þjóðareignHvað með það? Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi - já, ég er að tala um samninginn, sem ríkisstjórn Íslands hefur brotið með fiskveiðilöggjöfinni - skilgreinir náttúruauðlindir sem þjóðareign. Önnur málsgrein fyrstu greinar samningsins hefur ekki vakið næga athygli, en þar segir: „Allar þjóðir mega ... ráðstafa óhindrað náttúruauðæfum og auðlindum sínum brjóti það ekki í bága við neinar skuldbindingar sem leiðir af alþjóðlegri efnahagssamvinnu, byggðri á grundvallarreglunni um gagnkvæman ábata, og þjóðarétti. Aldrei má svipta þjóð ráðum sínum til lífsviðurværis." Í þessum orðum felst, að upptaka þjóðareignar eins og í Miðbaugs-Gíneu er brot á samningnum. Upptaka eða gróf misskipting þjóðareignarinnar er mannréttindabrot. Þar eð Miðbaugs-Gínea er aðili að alþjóðasamningnum, væri hægt að kæra Obiang forseta fyrir mannréttindanefndinni og einnig ríkisstjórnir hinna landanna, sem nefnd eru að framan, en þó ekki Sádi-Arabíu, þar eð ríkisstjórnin þar hefur ekki undirritað samninginn. Ísland undirritaði samninginn 1968 og staðfesti hann 1979.Brezki heimspekiprófessorinn Leif Wenar færir að því rök í tímaritinu Philosophy and Public Affairs, að alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi veiti ásamt landslögum færi á að stemma stigu fyrir millilandaverzlun með þýfi. Bandaríkjamenn og aðrir, sem kaupa olíu frá Miðbaugs-Gíneu, eru klárlega að kaupa þýfi. Væri tekið fyrir slík viðskipti, væri grundvellinum kippt undan harðstjórum eins og Obiang forseta og mörgum öðrum og mannréttindabrotum þeirra. Kjarni hugmyndar heimspekingsins er þessi: Eignarréttur þjóðar yfir auðlindum sínum er þegnréttur, mannréttur, og mannréttindi eru algild, svo sem mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um og einnig alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.Virðing fyrir mannréttindumÞegar rök Leifs Wenar eru brotin til mergjar, vekur það eftirtekt, hversu óvarlega sumir íslenzkir lögfræðingar hafa frá öndverðu fjallað um fiskveiðistjórnina hér heima. Jafnvel prófessorar í lögum hafa leyft sér að gera lítið úr sameignarákvæðinu í fyrstu grein fiskveiðistjórnarlaganna og með því móti gert sig seka um virðingarleysi gagnvart mannréttindum að alþjóðalögum. Sameignarákvæðið er lykilákvæði, ekki aðeins af almennum réttlætisástæðum, heldur einnig í ljósi algildra lögverndaðra mannréttinda.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun