Mugison fer í Icesave-tónleikaferð 2. desember 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Mugison er á leiðinni í Icesave-tónleikaferð um Evrópu. „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus." Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus."
Mest lesið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira