Ágætt að vera Íslendingur 11. nóvember 2008 06:00 Tónlistarmaðurinn Rúnar Eff hefur vakið mikla athygli í Danmörku fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum All Stars. „Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
„Þeim finnst voða spennandi að ég sé Íslendingur. Eins vont og það er að vera Íslendingur dag þá getur það verið ágætt líka,“ segir Akureyringurinn Rúnar F. Rúnarsson, eða Rúnar eff, sem tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum All Stars. Þátturinn, sem hófst síðasta föstudag, er sendur út í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni TV2 á besta tíma og renna sigurlaunin öll til góðgerðarmála. Þátttaka Rúnars hefur vakið mikla athygli og hefur fjöldi tímarita og dagblaða spurt hann spjörunum úr, þar á meðal Se og Hör, auk þess sem hann hefur farið í nokkur sjónvarpsviðtöl. „Ég var að eignast litla stelpu og þeir eru mjög spenntir fyrir því. Þeir eru líka ánægðir með að ég geti sungið á dönsku þrátt fyrir að hafa verið stutt í landinu,“ segir hann en fjögur ár eru liðin síðan hann fluttist til Danmerkur. Fjórar danskar poppstjörnur tóku þátt í fyrsta þætti All Stars og fékk hver þeirra að hafa tuttugu manna kór á bak við sig. Á meðal þátttakenda var René Dif úr hljómsveitinni Aqua, söngvarinn Peter Belli og einn þekktasti rappari Danmerkur, MC Clemens. Rúnar tekur þátt sem meðlimur í kór Clemens og í öðrum þættinum næsta föstudag verður Rúnar forsöngvari kórsins. Syngur hann þá einsamall hið vinsæla lag Kims Larsen, Johanna. Um útsláttarkeppni er að ræða og ef Clemens og kór hans komast áfram á föstudag verður Rúnar einnig forsöngvari í næstu tveimur þáttum. „Þetta gekk rosalega vel og var agalega flott allt saman. Þetta var ægilega stórt svið og þarna var fullt af áhorfendum,“ segir hann um fyrsta þáttinn. Rúnar, sem gaf fyrr á árinu út sína fyrstu sólóplötu, Farg, kvartar ekki undan athyglinni sem hann hefur fengið. „Þetta er mjög gott tækifæri og ég ætla að reyna að komast að með plötuna mína hérna úti. Þetta er rosalega fín kynning.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira