Á morgun með Megasi 15. júlí 2008 05:30 Safn laga við ljóð ýmissa skálda er væntanlegt frá hendi Megasar. Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Á disknum eru sextán sönglög úr ýmsum áttum en hljómsveit Magnúsar, Senuþjófarnir, leikur undir. Hefur Megas aldrei áður unnið í svo langan tíma með einum og sama hópi tónlistarmanna. Hafa þeir félagarnir farið um landið og léku í Eyjum á Goslokahátíð og á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri nú um helgina. Á báðum stöðum hlustaði fjölmenni á tónlistarflutninginn. Eiður Árnason hjá Senu segir lagasafnið einstaklega vel heppnað þótt lögin séu úr ýmsum áttum. „Þetta er einstaklega skemmtileg plata og flutningur hans á ljóðunum dregur fram nýjar hliðar á ljóðunum sem maður hafði ekki náð áður," segir Eiður. Safnið er sett saman úr lögum eftir aðra höfunda úr ýmsum áttum. Þarna eru kvæði á borð við Frændi þegar fiðlan þegir eftir Halldór Laxness, en þeir Megas voru skyldir, Fornt ástarljóð enskt, Þórður kakali eftir Hannes Hafstein og svo yngri lagasmíðar eins og Hagavagninn eftir Jónas Jónasson, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu og Selja litla, sem öll eru dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum. Þá er þar hið kunna kvæði Halldórs samið við lag Jóns Nordal sem var í Silfurtunglinu, Hvert örstutt spor. Megas hefur löngum haft ljóð eftir önnur skáld á efnisskrá sinni, fleiri en hið stóra safn laga sem hann hefur samið við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Þetta er önnur plata hans sem er einvörðungu með ljóðum annarra en 1978 gaf hann út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. -pbb@frettabladid.is Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Loksins er komið nafn á fyrirhugaðan disk Megasar, Magnúsar Þórs Jónssonar, með safni laga úr ýmsum áttum. Hann er væntanlegur í verslanir í lok næstu viku og kallast safnið Á morgun. Á disknum eru sextán sönglög úr ýmsum áttum en hljómsveit Magnúsar, Senuþjófarnir, leikur undir. Hefur Megas aldrei áður unnið í svo langan tíma með einum og sama hópi tónlistarmanna. Hafa þeir félagarnir farið um landið og léku í Eyjum á Goslokahátíð og á Bryggjuhátíðinni á Stokkseyri nú um helgina. Á báðum stöðum hlustaði fjölmenni á tónlistarflutninginn. Eiður Árnason hjá Senu segir lagasafnið einstaklega vel heppnað þótt lögin séu úr ýmsum áttum. „Þetta er einstaklega skemmtileg plata og flutningur hans á ljóðunum dregur fram nýjar hliðar á ljóðunum sem maður hafði ekki náð áður," segir Eiður. Safnið er sett saman úr lögum eftir aðra höfunda úr ýmsum áttum. Þarna eru kvæði á borð við Frændi þegar fiðlan þegir eftir Halldór Laxness, en þeir Megas voru skyldir, Fornt ástarljóð enskt, Þórður kakali eftir Hannes Hafstein og svo yngri lagasmíðar eins og Hagavagninn eftir Jónas Jónasson, Litla stúlkan, Brúnaljósin brúnu og Selja litla, sem öll eru dægurlög frá fimmta og sjötta áratugnum. Þá er þar hið kunna kvæði Halldórs samið við lag Jóns Nordal sem var í Silfurtunglinu, Hvert örstutt spor. Megas hefur löngum haft ljóð eftir önnur skáld á efnisskrá sinni, fleiri en hið stóra safn laga sem hann hefur samið við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Þetta er önnur plata hans sem er einvörðungu með ljóðum annarra en 1978 gaf hann út barnaplötuna Nú er ég klæddur og kominn á ról. -pbb@frettabladid.is
Mest lesið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira