Skýringa er þörf Þorsteinn Pálsson skrifar 17. júlí 2008 00:01 Brottför bandaríska varnarliðsins leiddi til þess að greiða þurfti úr álitaefnum um eignarrétt á margvíslegum eignum sem það hafði kostað og í sumum tilvikum með styrk frá Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Í gömlum og nýjum samningum má finna skýrar heimildir fyrir óskoruðum eignarrétti íslenska ríkisins þegar að því kæmi að varnarliðið hyrfi á braut. Utanríkisráðuneytið hefur nýlega með vísan til nýrra varnarmálalaga auglýst opinberlega að stór hluti þessara eigna tilheyri Atlantshafsbandalaginu. Óneitanlega kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi þeirra samninga sem fyrir liggja. Í raun gæti þetta þó verið nær því að vera orðaleikfimi en raunveruleg yfirfærsla á eignum til alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að. Við lestur varnarmálalaganna er þessi háttur á meðferð ríkiseigna sveipaður óljósri og óskýrðri skírskotun í þjóðréttarskuldbindingar. Við fyrstu sýn virðist tilgangurinn vera sá að utanríkisráðuneytið fái sjálfkrafa arð af eignunum til þess að kosta varnarmálastarfsemina eða hluta hennar. Að því marki sem þessar eignir eru arðgefandi sýnist utanríkisráðuneytið ekki þurfa að knýja dyra hjá fjárveitingavaldinu á hverju ári til þess að tryggja fjárveitingar til verkefnisins. Varnarmálunum er þannig gert hærra undir höfði en heilbrigðisþjónustunni, félagsmálaþjónustunni, lögreglunni og skólunum. Það lýsir pólitísku gildismati. Hér er ekki um að ræða þjónustugjöld sem eðlilegt er að ríkisstofnanir innheimti í ákveðnum tilvikum fyrir veitta þjónustu. Um er að ræða eignir sem eru í starfrækslu á vegum annarra ráðuneyta eins og til að mynda samgönguráðuneytisins. Ekki er því óeðlilegt að skiptar skoðanir komi upp innan stjórnkerfisins hvernig með skuli fara. Flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli hafa verið nýttar í gegnum tíðina jafnt í borgaralegum sem hernaðarlegum tilgangi. Í því sögulega ljósi geta bæði ráðuneyti varnarmála og samgöngumála gert tilkall til þeirra. Það er þó ekki kjarni málsins. Hann hlýtur að snúast um grundvallarreglur um meðferð ríkiseigna og hugsanlegra tekna af þeim. Ekki verður séð af opinberum gögnum að Ísland sé að þjóðarrétti skuldbundið til að fara með tekjur af þessum eignum eftir öðrum reglum en þeim almennu sem kveðið er á um í lögum um fjárreiður ríkisins. Við eigum eins og aðrar þjóðir að geta staðið við alþjóðlegar skuldbindingar án þess að ganga á svig við slíkar leikreglur. Athugasemdir um þetta efni lúta ekki að mikilvægi varnarstarfseminnar. Þar á móti hefur ekki verið sýnt fram á að hún hafi þá pólitísku sérstöðu umfram aðra þjónustu ríkisins að hún eigi að hafa betri aðstöðu til sjálfvirkrar fjáröflunar. Þetta er spurning um jafna stöðu þjónustusviða ríkisins. Eftir hefðbundnum leikreglum ættu tekjur af gömlu varnarliðseignunum að renna í ríkissjóð. Fjárveitingavaldið tekur síðan ákvarðanir um hvernig þeim skuli varið. Ætlar utanríkisráðuneytið að standa undir afskriftarkostnaði þeirra eigna sem hér um ræðir? Eða á ef til vill að sækja hann í ríkissjóð þegar þar að kemur? Vitað er að hann verður ekki sóttur til Atlantshafsbandalagsins sem þó er skráður eigandi. Yfirsást mönnum jafnræðissjónarmið fjárreiðulaganna þegar varnarmálalögin voru sett? Að öllu þessu virtu má ljóst vera að baksvið auglýsingarinnar um eignir Atlantshafsbandalagsins þarfnast nánari skýringa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Brottför bandaríska varnarliðsins leiddi til þess að greiða þurfti úr álitaefnum um eignarrétt á margvíslegum eignum sem það hafði kostað og í sumum tilvikum með styrk frá Mannvirkjasjóði Atlantshafsbandalagsins. Í gömlum og nýjum samningum má finna skýrar heimildir fyrir óskoruðum eignarrétti íslenska ríkisins þegar að því kæmi að varnarliðið hyrfi á braut. Utanríkisráðuneytið hefur nýlega með vísan til nýrra varnarmálalaga auglýst opinberlega að stór hluti þessara eigna tilheyri Atlantshafsbandalaginu. Óneitanlega kemur það mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi þeirra samninga sem fyrir liggja. Í raun gæti þetta þó verið nær því að vera orðaleikfimi en raunveruleg yfirfærsla á eignum til alþjóðastofnunar sem Ísland er aðili að. Við lestur varnarmálalaganna er þessi háttur á meðferð ríkiseigna sveipaður óljósri og óskýrðri skírskotun í þjóðréttarskuldbindingar. Við fyrstu sýn virðist tilgangurinn vera sá að utanríkisráðuneytið fái sjálfkrafa arð af eignunum til þess að kosta varnarmálastarfsemina eða hluta hennar. Að því marki sem þessar eignir eru arðgefandi sýnist utanríkisráðuneytið ekki þurfa að knýja dyra hjá fjárveitingavaldinu á hverju ári til þess að tryggja fjárveitingar til verkefnisins. Varnarmálunum er þannig gert hærra undir höfði en heilbrigðisþjónustunni, félagsmálaþjónustunni, lögreglunni og skólunum. Það lýsir pólitísku gildismati. Hér er ekki um að ræða þjónustugjöld sem eðlilegt er að ríkisstofnanir innheimti í ákveðnum tilvikum fyrir veitta þjónustu. Um er að ræða eignir sem eru í starfrækslu á vegum annarra ráðuneyta eins og til að mynda samgönguráðuneytisins. Ekki er því óeðlilegt að skiptar skoðanir komi upp innan stjórnkerfisins hvernig með skuli fara. Flugbrautirnar á Keflavíkurflugvelli hafa verið nýttar í gegnum tíðina jafnt í borgaralegum sem hernaðarlegum tilgangi. Í því sögulega ljósi geta bæði ráðuneyti varnarmála og samgöngumála gert tilkall til þeirra. Það er þó ekki kjarni málsins. Hann hlýtur að snúast um grundvallarreglur um meðferð ríkiseigna og hugsanlegra tekna af þeim. Ekki verður séð af opinberum gögnum að Ísland sé að þjóðarrétti skuldbundið til að fara með tekjur af þessum eignum eftir öðrum reglum en þeim almennu sem kveðið er á um í lögum um fjárreiður ríkisins. Við eigum eins og aðrar þjóðir að geta staðið við alþjóðlegar skuldbindingar án þess að ganga á svig við slíkar leikreglur. Athugasemdir um þetta efni lúta ekki að mikilvægi varnarstarfseminnar. Þar á móti hefur ekki verið sýnt fram á að hún hafi þá pólitísku sérstöðu umfram aðra þjónustu ríkisins að hún eigi að hafa betri aðstöðu til sjálfvirkrar fjáröflunar. Þetta er spurning um jafna stöðu þjónustusviða ríkisins. Eftir hefðbundnum leikreglum ættu tekjur af gömlu varnarliðseignunum að renna í ríkissjóð. Fjárveitingavaldið tekur síðan ákvarðanir um hvernig þeim skuli varið. Ætlar utanríkisráðuneytið að standa undir afskriftarkostnaði þeirra eigna sem hér um ræðir? Eða á ef til vill að sækja hann í ríkissjóð þegar þar að kemur? Vitað er að hann verður ekki sóttur til Atlantshafsbandalagsins sem þó er skráður eigandi. Yfirsást mönnum jafnræðissjónarmið fjárreiðulaganna þegar varnarmálalögin voru sett? Að öllu þessu virtu má ljóst vera að baksvið auglýsingarinnar um eignir Atlantshafsbandalagsins þarfnast nánari skýringa.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun