Klassík í hádeginu 1. október 2008 04:00 Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu. Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira