Klassík í hádeginu 1. október 2008 04:00 Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu. Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Íslenskir tónlistarunnendur hafa nóg við að vera nú í haust og vetur, en um þessar mundir er að hefjast fjöldi tónleikaraða sem munu ylja landsmönnum um hjartarætur í svartasta skammdeginu. Ein slík tónleikaröð hefst á morgun; Klassík í hádeginu nefnist hún og er sprottin af samstarfi SÁÁ, menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara, en hún er listrænn stjórnandi raðarinnar. Nína Margrét hefur fengið til liðs við sig þjóðþekkta tónlistarmenn á borð við Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara, Gunnar Kvaran sellóleikara, Hönnu Dóru Sturludóttur söngkonu, Peter Máté píanóleikara, Sesselju Kristjánsdóttur söngkonu, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara og Svövu Bernharðsdóttur víóluleikara. Þau munu aðstoða hana við að töfra fram fagra tóna í hádegishléum í vetur. Tónleikarnir fara fram fyrstu vikuna í hverjum mánuði og er röðin áframhald sams konar tónleikaraðar sem haldin var mánaðarlega síðastliðinn vetur í húsnæði SÁÁ við góðar undirtektir bæði gesta og gagnrýnenda. Fyrstu tónleikarnir í röðinni fara fram kl. 12.15 á morgun í Gerðubergi og á sama tíma á föstudag í Von, tónleikasal SÁÁ. Þá munu þau Nína Margrét og Arnþór Jónsson sellóleikari flytja verk eftir Webern og Brahms. Í Gerðubergi gefst gestum kostur á að snæða hádegisverð fyrir eða eftir tónleikana og því tilvalið fyrir hópa sem vilja gera sér glaðan dag að njóta tónlistar og veitinga í menningarmiðstöðinni. Miðaverð er 2.000 kr. og 1.000 kr. fyrir námsmenn, eldri borgara og öryrkja. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er til húsa við Gerðuberg 3-5 í Breiðholti og Von, hús SÁÁ, er í Efstaleiti 7 í Reykjavík.- vþ
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira