Rúnar Sigtryggsson: Lykilmenn kiknuðu undan álagi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:52 Rúnar Sigtryggsson. Hefur lagt skóna á hilluna og lætur þjálfun Akureyrar duga. Fréttablaðið/Anton Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira