Rúnar Sigtryggsson: Lykilmenn kiknuðu undan álagi Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. október 2009 21:52 Rúnar Sigtryggsson. Hefur lagt skóna á hilluna og lætur þjálfun Akureyrar duga. Fréttablaðið/Anton Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir að lykilmenn hafi brugðist þegar Akureyri tapaði fyrir FH 27-30 í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Ofanritaður er honum algjörlega sammála. Þrír markahæstu leikmenn liðsins eru allir kornungir og eldri menn voru slakir. Akureyri skoraði fimm mörk á 25 mínútum í seinni hálfleik. „Og sex mörk á 28 og hálfri," bætti Rúnar við þegar þessi staðreynd var borin fyrir hann. „Við erum útaf fyrstu fjórar mínúturnar í seinni hálfleik og þær mínútur vinna þeir 4-0. Þeir komast yfir og þetta verður erfitt fyrir okkur. Eftir þetta erum við að fá hraðaupphlaup og getum komið okkur inn í leikinn en því miður skorum við ekki úr neinu þeirra," sagði Rúnar en skot leikmanna liðsins voru mörg hver hræðilega slök, beint á Pálmar í marki FH eða ekki á rammann. „Við erum einfaldlega ekki að vanda okkur nógu mikið gegn markmanninum. Skotnýtingin var slök og ég held að við höfum klikkað úr meira en helmingi fleiri skotum í seinni hálfleik en þeim fyrri," sagði þjálfarinn. Hann var svo spurður út í skýringar á slökum leik liðsins í seinni hálfleik. „Það var náttúrulega þannig að elstu menn liðsins kiknuðu undan álagi, eins og við hinir, þessir sem eiga að draga vagninn. Það er kannski eðlilegt að yngri strákarnir þoli þetta ekki. En það þýðir ekki að allt liðið eigi að gera það líka. Lykilmenn misstu hausinn í seinni hálfleik og við megum ekki við því." „Við erum ekki nógu klókir og erum líka að fá á okkur fáránlega brottvísanir. Við gerðum okkur mjög erfitt fyrir," sagði Rúnar en Akureyri er nú með eitt stig eftir þrjá leiki í deildinni. „Við vissum að við gætum verið með sex stig eða ekkert stig, en auðvitað vildum við vera með fleiri stig. Við höfum fengið erfiða leiki en það er engin afsökun. Við erum á heimavelli með fullt hús af áhorfendum, hvað viljum við meira? Við fáum frábæran stuðning og þetta er bara það sem við erum að biðja um og bíða eftir. Þá þurfum við að standa okkur líka. Kannski fáum við einn séns í viðbót til að sanna okkur, það væri klassi," sagði hreinskilinn Rúnar Sigtryggsson í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira