„These are not bankers, they are wankers!“ Davíð Þór Jónsson skrifar 14. febrúar 2009 00:01 Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Þannig er það beinlínis absúrd að heyra Árna Mathiesen tala af vandlætingu um pólitíska misbeitingu bankakerfisins. Nú efast ég ekki um að Árni sé ágætlega gefinn og sæmilega innrættur. Þess vegna trúi ég líka að hann sjái sjálfur einlæglega ekki þá himinhrópandi mótsögn sem er í slíkum orðum þegar þau hrjóta af vörum hans. Hann er bara ekki það góður leikari að hann gæti gert það án þess að bregða svip. Ég held líka að sjálfstæðismenn trúi því sjálfir að allt sem nýja ríkisstjórnin er að gera hafi verið það sem þeir ætluðu að gera sjálfir. Sjálfsagt stóð til hjá þeim að breyta lögum um Seðlabankann og skipta þar um yfirstjórn til að umheimurinn sæi að Íslendingar hygðust taka á vandanum af alvöru. Þeir sögu bara engum frá því. Ég held nefnilega að það hafi ekki enn síast inn í vitund þeirra að hagstjórn þeirra skellti skuld á þjóðina sem jafnast á við að hvert einasta hús á eyjunni hafi brunnið til kaldra kola. Þess vegna trúi ég því líka að Sigurði Kára Kristjánssyni hafi verið alvara þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn. Að hans mati er með öðrum orðum ekki hægt að gera flokk, sem haft hefur stjórn efnahagsmála á sinni könnu í tæpa tvo áratugi, ábyrgan fyrir afleiðingum gjörða sinna. Maður hlýtur að spyrja sig hvað þessir menn hafi verið að gera í vinnunni síðastliðin átján ár ef ástandið er ekki á þeirra ábyrgð. Er ekki skárra, af tvennu illu, að játa á sig mistök en að viðurkenna að hafa verið fjarverandi allan þennan tíma? Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn þá er það af sömu ástæðu og ekki er hægt að klína skít á svín í stíu; það er hvergi auður blettur til að klína honum á! Þetta verður vonandi útskýrt umbúðalaust fyrir þingmanninum í lok apríl. PS. Fyrirsögn þessa pistils er tilvitnun í fyrrum bankastjóra Lloyd’s bankans í London, úr spjalli sem hann átti við kunningja minn fyrir skömmu um „íslenska efnahagsundrið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Að undanförnu hef ég átt bágt með að trúa mínum eigin eyrum þegar sjálfstæðismenn tjá sig í fjölmiðlum. Hugsunin sem oftast skýtur upp kollinum þegar það gerist er: „Á hvaða reikistjörnu hefur þetta fólk haldið sig upp á síðkastið?“ Þannig er það beinlínis absúrd að heyra Árna Mathiesen tala af vandlætingu um pólitíska misbeitingu bankakerfisins. Nú efast ég ekki um að Árni sé ágætlega gefinn og sæmilega innrættur. Þess vegna trúi ég líka að hann sjái sjálfur einlæglega ekki þá himinhrópandi mótsögn sem er í slíkum orðum þegar þau hrjóta af vörum hans. Hann er bara ekki það góður leikari að hann gæti gert það án þess að bregða svip. Ég held líka að sjálfstæðismenn trúi því sjálfir að allt sem nýja ríkisstjórnin er að gera hafi verið það sem þeir ætluðu að gera sjálfir. Sjálfsagt stóð til hjá þeim að breyta lögum um Seðlabankann og skipta þar um yfirstjórn til að umheimurinn sæi að Íslendingar hygðust taka á vandanum af alvöru. Þeir sögu bara engum frá því. Ég held nefnilega að það hafi ekki enn síast inn í vitund þeirra að hagstjórn þeirra skellti skuld á þjóðina sem jafnast á við að hvert einasta hús á eyjunni hafi brunnið til kaldra kola. Þess vegna trúi ég því líka að Sigurði Kára Kristjánssyni hafi verið alvara þegar hann fullyrti að ekki væri hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn. Að hans mati er með öðrum orðum ekki hægt að gera flokk, sem haft hefur stjórn efnahagsmála á sinni könnu í tæpa tvo áratugi, ábyrgan fyrir afleiðingum gjörða sinna. Maður hlýtur að spyrja sig hvað þessir menn hafi verið að gera í vinnunni síðastliðin átján ár ef ástandið er ekki á þeirra ábyrgð. Er ekki skárra, af tvennu illu, að játa á sig mistök en að viðurkenna að hafa verið fjarverandi allan þennan tíma? Auðvitað gerir fólk sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að klína ástandinu á Sjálfstæðisflokkinn þá er það af sömu ástæðu og ekki er hægt að klína skít á svín í stíu; það er hvergi auður blettur til að klína honum á! Þetta verður vonandi útskýrt umbúðalaust fyrir þingmanninum í lok apríl. PS. Fyrirsögn þessa pistils er tilvitnun í fyrrum bankastjóra Lloyd’s bankans í London, úr spjalli sem hann átti við kunningja minn fyrir skömmu um „íslenska efnahagsundrið“.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun