Blikastúlkan Erna Björk Sigurðardóttir var valin besti leikmaður umferða 7-12 í Pepsi-deild kvenna og Gary Wake hjá Breiðabliki var valinn besti þjálfari umferðanna.
Athöfnin fór fram að venju í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum.
Fyrirliðinn Erna Björk hefur átt frábært sumar með Breiðabliki en hún var einnig valin best í umferðum 1-6 fyrr í sumar.
Lið umferða 7-12 er sem hér segir:
Markvörður:
Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni
Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni
Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðablik
Katrín Jónsdóttir, Val
Thelma Björk Einarsdóttir, Val
Tengiliðir:
Dóra María Lárusdóttir, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik
Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðablik
Sandra Sif Magnúsdóttir, Breiðablik
Framherjar:
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA
Þá var Viðar Helgason valinn besti dómari umferða 7-12 og Fylkismenn hlutu stuðningsmannaverðlaunin eins og í umferðum 1-6.