Úrslitaeinvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitil karla í N1 deild karla í handbolta heldur áfram á morgun þegar annar leikur liðanna fer fram í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda. Haukar unnu fyrsta leikinn 29-24.
Leikmenn Vals ætla að mæta á N1 á Hringbraut klukkan 16.30 í dag og gefa fimmtíu heppnum viðskiptavinum frían miða á leik tvö sem hefst klukkan 19.30 á morgun. Nú gildir bara gamla klisjan: fyrstur kemur fyrstur fær.