Um atvinnuöryggi starfsstétta Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. janúar 2009 06:00 Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Ég uppgötvaði líka að ég hef nánast alist upp við að sama fólkið sitji í stjórnsætum þjóðmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við stjórnvölinn næstum því síðan ég man eftir mér, yfirleitt með Framsókn við fótskör, og Steingrímur J. hefur rifist í andstöðunni frá því ég var lítil. Einhverjir sem setið hafa á ráðherrastóli hafa fylgt fjölskylduhefð og fetað í fótspor feðra sinna. Nú eru uppi ráðagerðir um hrókeringar á embættum ráðherra og þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvernig það verði gert og hvað muni ráða hver velst í hvað. Hvort sérþekking eða menntun fólks á ákveðnu sviði verði til hliðsjónar eða hvort horft verði til þess hvernig fólk hefur staðið sig fram að þessu og hvort álit almennings á störfum viðkomandi hafi eitthvað að segja. Eitthvert ráðuneytið er kannski þægilegri innivinna en annað. Nú þegar atvinnuöryggi í landinu heyrir nánast sögunni til og þúsundir manna lifa í óvissu mánaðamóta á milli, velti ég því líka fyrir mér hvaða starfsstétt búi við mesta atvinnuöryggið í dag. Hverjir geti setið rólegir við sín störf hver mánaðamótin eftir önnur, sama hvað á dynur. Einu sinni heyrði ég grínast með að þingmennska væri þægileg innivinna, svo lengi sem viðkomandi léti ekki hanka sig á klaufalegum ummælum eða póstsendingum. En ég er farin að halda að ráðherraembættið sé enn betra, það virðist ekkert geta orðið til þess að ráðherra missi vinnuna. Hann getur leitt hjá sér gagnrýni á störf sín, sett fram glannalegar yfirlýsingar á alþjóðavettvangi í nafni þjóðarinnar, ráðskast með ríkissjóð, ferðast á kostnað skattgreiðenda, ráðið vini og frændur í embætti og yfirleitt gert það sem honum sýnist á kjörtímabilinu. Eftir næstu kosningar getur sá hinn sami jafn auðveldlega sest í næsta ráðherrastól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég uppgötvaði um daginn að ég hef ekki hugmynd um hvernig íslenskt lýðræði virkar. Ég veit að við kjósum flokka til að fara með völd í fjögur ár en þar með virðumst við ekki hafa meira með málin að gera. Stjórnmálaflokkur með lítið sem ekkert fylgi getur samt samið sig inná stjórnvölinn. Við höfum ekkert um það að segja hver tekur að sér hvaða ráðuneyti í ríkisstjórn né hvernig sá hinn sami hagar sér svo í vinnunni. Ég uppgötvaði líka að ég hef nánast alist upp við að sama fólkið sitji í stjórnsætum þjóðmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið við stjórnvölinn næstum því síðan ég man eftir mér, yfirleitt með Framsókn við fótskör, og Steingrímur J. hefur rifist í andstöðunni frá því ég var lítil. Einhverjir sem setið hafa á ráðherrastóli hafa fylgt fjölskylduhefð og fetað í fótspor feðra sinna. Nú eru uppi ráðagerðir um hrókeringar á embættum ráðherra og þá get ég ekki annað en velt fyrir mér hvernig það verði gert og hvað muni ráða hver velst í hvað. Hvort sérþekking eða menntun fólks á ákveðnu sviði verði til hliðsjónar eða hvort horft verði til þess hvernig fólk hefur staðið sig fram að þessu og hvort álit almennings á störfum viðkomandi hafi eitthvað að segja. Eitthvert ráðuneytið er kannski þægilegri innivinna en annað. Nú þegar atvinnuöryggi í landinu heyrir nánast sögunni til og þúsundir manna lifa í óvissu mánaðamóta á milli, velti ég því líka fyrir mér hvaða starfsstétt búi við mesta atvinnuöryggið í dag. Hverjir geti setið rólegir við sín störf hver mánaðamótin eftir önnur, sama hvað á dynur. Einu sinni heyrði ég grínast með að þingmennska væri þægileg innivinna, svo lengi sem viðkomandi léti ekki hanka sig á klaufalegum ummælum eða póstsendingum. En ég er farin að halda að ráðherraembættið sé enn betra, það virðist ekkert geta orðið til þess að ráðherra missi vinnuna. Hann getur leitt hjá sér gagnrýni á störf sín, sett fram glannalegar yfirlýsingar á alþjóðavettvangi í nafni þjóðarinnar, ráðskast með ríkissjóð, ferðast á kostnað skattgreiðenda, ráðið vini og frændur í embætti og yfirleitt gert það sem honum sýnist á kjörtímabilinu. Eftir næstu kosningar getur sá hinn sami jafn auðveldlega sest í næsta ráðherrastól.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun