Sigfús: Spurning um hvort liðið langar meira í titilinn 27. apríl 2009 13:34 Sigfús Sigurðsson Mynd/Arnþór "Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði." Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna Sjá meira
"Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði."
Olís-deild karla Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna Sjá meira