Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september. Sigurður Ragnar hefur valið 40 leikmenn í þennan undirbúningshóp sinn sem verður svo skorinn niður í 22 leikmenn áður en til keppninnar er haldið.
Sigurður Ragnar valdi flesta leikmenn úr Val í hópinn en ellefu leikmenn toppliðsins í Pepsi-deild kvenna í í þessum 40 manna hóp. Breiðablik á fimm leikmenn og sænska liðið Kristianstad á fjóra leikmenn í hópnum. Tíu leikmenn í hópnum hafa ekki spilað A-landsleik.
Undirbúningshópurinn:
Markverðir
Birna Berg Haraldsdóttir, FH
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården (Svíþjóð)
María B. Ágústsdóttir, Val
Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni
Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn (Noregur)
Varnarmenn:
Ásta Árnadóttir, Tyresö (Svíþjóð)
Embla Grétarsdóttir, Val
Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Djurgården (Svíþjóð)
Katrín Jónsdóttir, Val
Lilja Dögg Valþórsdóttir, KR
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, KIF Örebro (Svíþjóð)
Pála Marie Einarsdóttir, Val
Sif Atladóttir, Val
Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór
Thelma Björk Einarsdóttir, Val
Miðjumenn
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA
Dóra Stefánsdóttir, Ldb Malmö (Svíþjóð)
Edda Garðarsdóttir, KIF Örebro (Svíþjóð)
Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad (Svíþjóð)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stjörnunni
Hallbera Guðný Gísladóttir, Val
Helga Sjöfn Jóhannesdóttir, Val
Hlín Gunnlaugsdóttir, Breiðabliki
Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristianstad (Svíþjóð)
Katrín Ómarsdóttir, KR
Mist Edvardsdóttir, KR
Rakel Logadóttir, Val
Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki
Þórunn Helga Jónsdóttir, Santos (Brasilía)
Sóknarmenn
Anna Björg Björnsdóttir, Fylki
Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Grindavík
Björk Gunnarsdóttir, Stjörnunni
Dóra María Lárusdóttir, Val
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad (Svíþjóð)
Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunni
Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad (Svíþjóð)
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA