Hausaskeljastaðarávarpið Davíð Þór Jónsson skrifar 11. apríl 2009 00:01 Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig táknmál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið. Það er nefnilega ekki langt síðan boðið var upp á nýstárlegt tilbrigði við Golgata-myndina í ræðu sem vakti töluverða athygli. Þar var frelsaranum á krossinum, vannærðum og húðstrýktum með ræningja til hvorrar handar, skipt út fyrir stríðalinn ræningja á eftirlaunaaldri með tvö vammlaus jakkaföt til hvorrar handar. Guðlastið er náttúrulega svo æpandi að umdeild símaauglýsing frá því í hittiðfyrra er eins og hákirkjulegur rétttrúnaður í samanburði. Að vísu má hafa gaman af því að klára að fylla upp í myndina. Þannig mætti klappa Hólmsteini frá Kýrene á kollinn fyrir dugnaðinn við að bera kross frelsara síns þótt enginn hafi beðið hann um það. Sömuleiðis er skemmtilegur samkvæmisleikur að máta Steingrím, Jóhönnu og Ingibjörgu Sólrúnu sitt á hvað í hlutverk Heródesar, Kaífasar og Pontíusar Pílatusar. Gallinn er bara að líkingin gengur alls ekki upp hjá ræðumanni. Til dæmis er nú orðið deginum ljósara að það verður ekki hann sem fær það hlutskipti að taka saklaus á sig allar misgjörðir flokksins. Fráfarandi formaður hans hefur nefnilega ekki haft undan við að gangast undir syndaklafa meðbræðra sinna jafnóðum og upp um skandalana kemst. Flokkurinn hefur orðið uppvís að því að ganga erinda stórfyrirtækja sem á móti dældu tugmilljónum króna í hann. Nýr formaður hefur reyndar lýst því yfir að auðvelt sé að draga rangar ályktanir af því að þetta skuli einmitt vera sömu fyrirtækin, í raun sé það aðeins óheppileg tilviljun. Myndin heldur nefnilega enn áfram að skekkjast þegar að því kemur að finna Júdas, þann sem seldi sál sína fyrir 30 silfurmilljónir. Þar er enginn skortur á kandídötum. Loks hrynur líkingin alveg þegar haft er í huga að ræðumaðurinn hafði nýlega talað fjálglega um þann stuðning og traust sem hann nyti hjá alþýðunni, yfirvöld væru að ofsækja sig í óþökk hennar. Í píslarsögunni á sú lýsing ekki við um Jesú frá Nasaret, heldur morðingjann Barrabas. En auðvitað er það í fullkomnu samræmi við þann málflutning frjálshyggjunnar að græðgi sé góð, þ.e.a.s. að synd sé dyggð, að morðinginn sé frelsarinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Nú þegar páskahátíð er fyrir dyrum er kannski við hæfi að staldra við og skoða hvernig táknmál krossfestingarinnar hefur birst í þjóðfélagsumræðunni upp á síðkastið. Það er nefnilega ekki langt síðan boðið var upp á nýstárlegt tilbrigði við Golgata-myndina í ræðu sem vakti töluverða athygli. Þar var frelsaranum á krossinum, vannærðum og húðstrýktum með ræningja til hvorrar handar, skipt út fyrir stríðalinn ræningja á eftirlaunaaldri með tvö vammlaus jakkaföt til hvorrar handar. Guðlastið er náttúrulega svo æpandi að umdeild símaauglýsing frá því í hittiðfyrra er eins og hákirkjulegur rétttrúnaður í samanburði. Að vísu má hafa gaman af því að klára að fylla upp í myndina. Þannig mætti klappa Hólmsteini frá Kýrene á kollinn fyrir dugnaðinn við að bera kross frelsara síns þótt enginn hafi beðið hann um það. Sömuleiðis er skemmtilegur samkvæmisleikur að máta Steingrím, Jóhönnu og Ingibjörgu Sólrúnu sitt á hvað í hlutverk Heródesar, Kaífasar og Pontíusar Pílatusar. Gallinn er bara að líkingin gengur alls ekki upp hjá ræðumanni. Til dæmis er nú orðið deginum ljósara að það verður ekki hann sem fær það hlutskipti að taka saklaus á sig allar misgjörðir flokksins. Fráfarandi formaður hans hefur nefnilega ekki haft undan við að gangast undir syndaklafa meðbræðra sinna jafnóðum og upp um skandalana kemst. Flokkurinn hefur orðið uppvís að því að ganga erinda stórfyrirtækja sem á móti dældu tugmilljónum króna í hann. Nýr formaður hefur reyndar lýst því yfir að auðvelt sé að draga rangar ályktanir af því að þetta skuli einmitt vera sömu fyrirtækin, í raun sé það aðeins óheppileg tilviljun. Myndin heldur nefnilega enn áfram að skekkjast þegar að því kemur að finna Júdas, þann sem seldi sál sína fyrir 30 silfurmilljónir. Þar er enginn skortur á kandídötum. Loks hrynur líkingin alveg þegar haft er í huga að ræðumaðurinn hafði nýlega talað fjálglega um þann stuðning og traust sem hann nyti hjá alþýðunni, yfirvöld væru að ofsækja sig í óþökk hennar. Í píslarsögunni á sú lýsing ekki við um Jesú frá Nasaret, heldur morðingjann Barrabas. En auðvitað er það í fullkomnu samræmi við þann málflutning frjálshyggjunnar að græðgi sé góð, þ.e.a.s. að synd sé dyggð, að morðinginn sé frelsarinn.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun