Eigendavald hvað? Jón Kaldal skrifar 2. maí 2009 06:00 Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum. Þetta eru ekki fallegar tölur. Þó eru þær alls ekki óvæntar eftir kollsteypurnar í vetur. Viðskipta- og stjórnmálamennirnir eiga mikið endurreisnarstarf fram undan. Það gera þeir ekki öðruvísi en með hraustlegri tiltekt, með því að lofta út úr bakherbergjunum og opna bókhaldið. Stjórnmálamennirnir þurfa auk þess að sýna þjóðinni að pólitík er líka list málamiðlana og samninga, ekki einungis vettvangur átaka þar sem allt gengur út á að skora stig á kostnað andstæðinganna. Þolinmæðin fyrir þeim sem aðhyllast þá línu gufaði upp með jákvæðri stöðu ríkissjóðs. Við sem vinnum á blöðunum, í útvarpinu, sjónvarpinu eða á netinu þurfum einnig að líta í eigin barm. Það er afleitt að meira en helmingur þjóðarinnar virðist telja að fjölmiðlar landsins séu spilltir. Án þess að það hafi verið kannað sérstaklega er rökrétt að ætla að eignarhald fjölmiðlanna varpi að minnsta kosti hluta af þessum skugga. Einkareknu fjölmiðlarnir eru í eigu áberandi manna innan viðskiptalífsins, sem eru í litlum metum, og yfir ríkismiðlunum vaka stjórnmálamennirnir, sem skora ekki heldur hátt. Það virðist vera nokkuð útbreidd skoðun að eigendur fjölmiðla noti þá sem nokkurs konar heimilishljóðfæri og spili á þá þau lög sem þeim henti við hvert tilefni. Í því samhengi er mjög áhugavert að skoða nýja rannsókn Öldu Áskelsdóttur, sem hún vann sem meistaraverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að fjórðungur fjölmiðlamanna segist aðspurður hafa vitneskju um að eigendur hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning síns miðils. Af þeim hópi telja hins vegar þriðjungur að eigendurnir hafi haft erindi sem erfiði. Það liggur beint við að yfirfæra þessar tölur Öldu á hausana á bak við þær. Gróft áætlað starfa um það bil 275 manns við fréttamennsku af alls kyns toga á helstu fjölmiðlum landsins. Af þeim telja 69 sig vita af tilraunum eigenda til að hafa afskipti af fréttaflutningi og 23 telja að þeim hafi tekist það. Þetta þýðir með öðrum orðum að 8 prósent þeirra sem starfa við helstu fjölmiðla landsins segjast vita dæmi þess að eigendum hafi lukkast að hafa áhrif á hvaða fréttir eru sagðar, 92 prósent ekki. Eigendavald hvað? Þeir sem ekki hafa unnið á ritstjórnargólfi gera sér kannski ekki grein fyrir því, en almennt líta blaðamenn skelfing mikið niður á viðskiptahlið útgáfunnar. Auðvitað er það viðhorf hlægilegt út af fyrir sig, en svona er það samt. Þetta er afstaða sem er lýsandi fyrir almenna sjálfsupphafningu stéttarinnar, sem að stærstum hluta áttar sig á því að söluvara hennar er að fólk vilji lesa, horfa eða hlusta. En líka að fólk treysti því sem er skrifað og sagt. Þar þurfa blaðamenn að rétta sinn hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Traust er af ákaflega skornum skammti í samfélaginu þessa dagana og hefur farið hratt þverrandi undanfarin misseri. Í nýbirtum Þjóðarpúlsi Gallups kemur fram að 78 prósent aðspurðra telja að spilling þrífist í viðskiptalífinu. Sömu skoðun hefur 71 prósent á stjórnmálaflokkunum og 53 prósent á fjölmiðlum. Þetta eru ekki fallegar tölur. Þó eru þær alls ekki óvæntar eftir kollsteypurnar í vetur. Viðskipta- og stjórnmálamennirnir eiga mikið endurreisnarstarf fram undan. Það gera þeir ekki öðruvísi en með hraustlegri tiltekt, með því að lofta út úr bakherbergjunum og opna bókhaldið. Stjórnmálamennirnir þurfa auk þess að sýna þjóðinni að pólitík er líka list málamiðlana og samninga, ekki einungis vettvangur átaka þar sem allt gengur út á að skora stig á kostnað andstæðinganna. Þolinmæðin fyrir þeim sem aðhyllast þá línu gufaði upp með jákvæðri stöðu ríkissjóðs. Við sem vinnum á blöðunum, í útvarpinu, sjónvarpinu eða á netinu þurfum einnig að líta í eigin barm. Það er afleitt að meira en helmingur þjóðarinnar virðist telja að fjölmiðlar landsins séu spilltir. Án þess að það hafi verið kannað sérstaklega er rökrétt að ætla að eignarhald fjölmiðlanna varpi að minnsta kosti hluta af þessum skugga. Einkareknu fjölmiðlarnir eru í eigu áberandi manna innan viðskiptalífsins, sem eru í litlum metum, og yfir ríkismiðlunum vaka stjórnmálamennirnir, sem skora ekki heldur hátt. Það virðist vera nokkuð útbreidd skoðun að eigendur fjölmiðla noti þá sem nokkurs konar heimilishljóðfæri og spili á þá þau lög sem þeim henti við hvert tilefni. Í því samhengi er mjög áhugavert að skoða nýja rannsókn Öldu Áskelsdóttur, sem hún vann sem meistaraverkefni í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Þar kemur fram að fjórðungur fjölmiðlamanna segist aðspurður hafa vitneskju um að eigendur hafi reynt að hafa áhrif á fréttaflutning síns miðils. Af þeim hópi telja hins vegar þriðjungur að eigendurnir hafi haft erindi sem erfiði. Það liggur beint við að yfirfæra þessar tölur Öldu á hausana á bak við þær. Gróft áætlað starfa um það bil 275 manns við fréttamennsku af alls kyns toga á helstu fjölmiðlum landsins. Af þeim telja 69 sig vita af tilraunum eigenda til að hafa afskipti af fréttaflutningi og 23 telja að þeim hafi tekist það. Þetta þýðir með öðrum orðum að 8 prósent þeirra sem starfa við helstu fjölmiðla landsins segjast vita dæmi þess að eigendum hafi lukkast að hafa áhrif á hvaða fréttir eru sagðar, 92 prósent ekki. Eigendavald hvað? Þeir sem ekki hafa unnið á ritstjórnargólfi gera sér kannski ekki grein fyrir því, en almennt líta blaðamenn skelfing mikið niður á viðskiptahlið útgáfunnar. Auðvitað er það viðhorf hlægilegt út af fyrir sig, en svona er það samt. Þetta er afstaða sem er lýsandi fyrir almenna sjálfsupphafningu stéttarinnar, sem að stærstum hluta áttar sig á því að söluvara hennar er að fólk vilji lesa, horfa eða hlusta. En líka að fólk treysti því sem er skrifað og sagt. Þar þurfa blaðamenn að rétta sinn hlut.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun