Valsmenn ekki á því að fara í frí 5. maí 2009 12:14 Mynd/Arnþór "Við verðum bara að spila betur en þeir og vinna. Það er ekkert annað sem kemur til greina, annars er þetta búið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leik Vals og Hauka í úrslitarimmu N1 deildarinnar í kvöld. Valsmenn eru með bakið uppi að vegg í kvöld og eru undir 2-1 í einvíginu - tap í kvöld þýðir að Haukar hirða titilinn. "Við verðum að kalla fram það besta hjá okkur gegn sterku liði Haukanna sem var bara betra en við síðast," sagði Óskar. Valsliðið er enn taplaust í Vodafonehöllinni í vetur, en heimavöllurinn einn og sér er ekki nóg til að vinna sigur að mati Óskars. "Við verðum auðvitað að koma bandbrjálaðir inn í þetta, spila góða vörn og markvörslu og vera skynsamir í sókninni. Ég held að þessi umræða um mikilvægi heimavallarins hafi byrjað dálítið hjá leikmönnum. Auðvitað tala fjölmiðlar eitthvað um það, en það er verra ef leikmenn eru farnir að nota þetta sem afsökun ef þeir spila illa á útivelli." "Við höfum verið hundlélegir á útivelli og ég er raunar ekki að fara fram á meira en 5% betri leik en við höfum verið að sýna til þessa. Við verðum að verja heimavöllinn í kvöld og það er ekki fyrr en eftir það sem við getum farið að spá í að fá menn inn til að hjálpa okkur með útivallargrýluna," sagði Óskar. Hann segir engan skrekk í Valsmönnum þó allt sé undir í kvöld. "Þetta er bara einfalt. Ef við töpum þá er þetta búið. Ég held að sé enginn ótti eða pressa á mönnum. Þeir vilja bara ekki fara í frí og það er mikilvægt að enda þetta ekki á því að tapa á heimavelli. Í framhaldinu kemur þá svo stór áskorun um að vinna Haukana á útivelli," sagði óskar. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
"Við verðum bara að spila betur en þeir og vinna. Það er ekkert annað sem kemur til greina, annars er þetta búið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fjórða leik Vals og Hauka í úrslitarimmu N1 deildarinnar í kvöld. Valsmenn eru með bakið uppi að vegg í kvöld og eru undir 2-1 í einvíginu - tap í kvöld þýðir að Haukar hirða titilinn. "Við verðum að kalla fram það besta hjá okkur gegn sterku liði Haukanna sem var bara betra en við síðast," sagði Óskar. Valsliðið er enn taplaust í Vodafonehöllinni í vetur, en heimavöllurinn einn og sér er ekki nóg til að vinna sigur að mati Óskars. "Við verðum auðvitað að koma bandbrjálaðir inn í þetta, spila góða vörn og markvörslu og vera skynsamir í sókninni. Ég held að þessi umræða um mikilvægi heimavallarins hafi byrjað dálítið hjá leikmönnum. Auðvitað tala fjölmiðlar eitthvað um það, en það er verra ef leikmenn eru farnir að nota þetta sem afsökun ef þeir spila illa á útivelli." "Við höfum verið hundlélegir á útivelli og ég er raunar ekki að fara fram á meira en 5% betri leik en við höfum verið að sýna til þessa. Við verðum að verja heimavöllinn í kvöld og það er ekki fyrr en eftir það sem við getum farið að spá í að fá menn inn til að hjálpa okkur með útivallargrýluna," sagði Óskar. Hann segir engan skrekk í Valsmönnum þó allt sé undir í kvöld. "Þetta er bara einfalt. Ef við töpum þá er þetta búið. Ég held að sé enginn ótti eða pressa á mönnum. Þeir vilja bara ekki fara í frí og það er mikilvægt að enda þetta ekki á því að tapa á heimavelli. Í framhaldinu kemur þá svo stór áskorun um að vinna Haukana á útivelli," sagði óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira