Formúla 1

Hamilton kom öllum á óvart

Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra í dag á Nurburgring.
Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur allra í dag á Nurburgring. mynd: Getty Images

Bretinn Lewis Hamilton kom keppinautum sínum í opna skjöldu í fyrsta skipti á árinu með því að ná besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða í dag. McLaren liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá mótum ársins og spurning hvort liðið sé loks að snúa við blaðinu.

Seinni æfingin á Nurburgring var mjög jöfn og ljóst að harður slagur verður á milli liða í tímatökunni á morgun. Hamilton varð tæplega 0. 2 sekúndum á undan Sebastian Vettel, sem er á heimavelli á Red Bull, en fimm þýskir ökumenn keppa í kappakstrinum.

Forystumaður stigamótsins, Jenson Button náði þriðja besta tíma og var liðlega 0.2 sekúndum á eftir Hamilton. Fyrir aftan hann varð Mark Webber á Red Bull.

Sjá tímanna








Fleiri fréttir

Sjá meira


×