Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 15:16 Jörundur Áki Sveinsson hefur síðustu ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra í sumar. vísir/Bjarni Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira
Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti
Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Enski boltinn Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Fótbolti Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Fótbolti Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Körfubolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Í beinni: Fiorentina - Atalanta | Erfitt verkefni fyrir Albert og félaga Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Sjá meira