Valur vann í framlengingu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2009 19:15 Mynd/Stefán Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í framlengdum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valsmenn höfðu ekki tapað leik á heimavelli í vetur og það breyttist ekki í kvöld þó svo að það hafi staðið tæpt. Valur var með yfirhöndina lengst af í leiknum en Haukamönnum tókst að jafna metin á lokamínútu venjulegs leiktíma. En heimamenn sýndu hvað í þeim býr í framlengingunni og unnu góðan þriggja marka sigur. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér að neðan.Leik lokið: Davíð Ólafsson klárar þetta fyrir Valsmenn og þeir fagna góðum sigri, 32-29. 68. mín: Heimir kemur Val í þriggja marka forskoti en hann hefur ekki átt góðan dag. Bætti fyrir það þarna. Ólafur ver svo frá Sigurbergi. Valur í vænlegri stöðu, 30-27. 66. mín: Haukar kasta frá sér boltanum í tvígang. 29-27 fyrir Val. 65. mín: Fyrri hálfleik framlengingar lokið og Valur leiðir, 28-27. Sigurbergur með öll mörk Hauka en Arnór tvö fyrir Val í framlengingunni. 63. mín: Elvar skorar fyrsta markið í framlengingunni. Sigurbergur jafnar. Hjalti kemur Val aftur yfir. Liðin leika frekar hægt og virka þreytt eftir átök kvöldsins. 26-25. Venjulegum leiktíma lokið: Sigurbergur jafnaði þegar 35 sek voru eftir. Valur fær aukakast og tvær sek eftir. Elvar í skot sem fór í slána og niður í gólfið aftur. Afar nálægt því að fara inn. Það verður framlengt. 59. mín: Elvar skaut í stöng úr opnu færi. Haukar með boltann og mínúta eftir. Rafmögnuð spenna. 59. mín: Elvar liggur meiddur. Birkir varði frá Hjalta en í innkast. Eru Valsmenn að fara á taugum? 58. mín: Ernir tekur illa ígrundað skot. Hittir ekki markið. Kári minnkar muninn i eitt mark, 24-23. 57. mín: Gunnar Berg minnkar muninn í tvö mörk, 24-22 og Valur tekur leikhlé. 56. mín: Valsmenn ná fimm marka forskoti, 24-19. Ernir Hrafn fær að koma inn í fyrsta skipti í vetur. Davíð haltrar af velli, sá er sprunginn og lappirnar líka. Klukkan í ólagi og smá hlé á leiknum en það stóð stutt yfir. Heimir Óli Heimisson minnkar muninn í þrjú mörk, 24-21. Smá von. 54. mín: Valsmenn hafa spilað frábæra vörn hér í dag og Haukar átt fá svör. Elvar að skora mikilvæg mörk. 23-19 og Haukar taka leikhlé. 52. mín: Davíð Ólafsson skorar sitt sjöunda mark og fær krampa. Oft verið í betra formi en er að spila eins og engill. 21-17. 51. mín: Aron Kristjánsson fær að líta gula spjaldið. Bongómaður Valsmanna slær taktinn sem aldrei fyrr. Valsmenn leiða með þremur eftir mikilvægt mark hjá Hjalta "skriðþunga" Pálmasyni. 20-17. 48. mín: Hjalti Gylfason fær brottvísun fyrir klaufaskap. Andri Stefan loksins að stíga upp fyrir Hauka á meðan Birkir Ívar heldur áfram að verja vel. Kominn í 18 bolta. Ingvar skorar mikilvægt mark og svo ver Ólafur vel. 19-17 fyrir Val. 45. mín: Birkir Ívar heldur áfram að verja og með því gefa Haukum von. Kári Kristján skorar sitt fyrsta mark úr hraðaupphlaupi. Arnar Pétursson fær að hvíla sig í tvær mín fyrir að skella Davíð Ólafssyni. 15 mín eftir og Valur leiðir með tveim mörkum, 18-16. 43. mín: Davíð kemur svo Val í þriggja marka forystu. Góð viðbrögð hjá Valsmönnum þegar Haukar voru búnir að jafna. Davíð heldur áfram að skora. Sá gamli er sjóðheitur. 18-15 fyrir Val. 40. mín: Elvar skorar tvö mörk í röð fyrir Valsmenn. Gríðarlega mikilvæg mörk. 16-14. 38. mín: Haukar jafna í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1-1. Nú fer að hitna í kolunum. Staðan 14-14. 35. mín: Vörn Hauka að taka betur við sér. Valsmenn halda forskotinu. Haukar þurfa meira. 14-11. 32. mín: Elvar skorar fyrsta mark síðari hálfleiksins. Birkir Ívar heitur, ver tvö skot í röð úr hraðaupphlaupi. Áfram hikst á sóknarleik Hauka. 12-9 fyrir Val. Hálfleikur: 11-9 fyrir Valsmenn í hálfleik. Mikill átakahálfleikur að baki. Ekkert rugl samt enda hafa Anton og Hlynur haft góð tök á leiknum. Lítið skorað enda sterkar varnir en sóknarleikur beggja liða ekkert sérstakur. Valsmenn þó betri en Haukar geta þakkað Birki Ívari fyrir að munurinn sé ekki meiri. Hann hefur varið 11 skot og þar af 1 víti. Ólafur Haukur hefur varið 9 skot hinum megin og einnig verið góður. Davíð Ólafsson markahæstur Valsmanna með 4 mörk. Elvar Friðriksson og Hjalti Pálmason með 2 mörk hvor. Sigurbergur Sveinsson með 4 mörk fyrir Hauka. Gunnar Berg næstur með 2 mörk sem bæði komu af vítalínunni. 28. mín: Markús Máni kemur inn undir lok hálfleiksins. Fyrsta skot hans er arfaslakt. Sigurbergur er að hitna sem eru góð tíðindi fyrir meistarana. Hjalti Pálmason skorar mikilvægt mark fyrir Val. 10-8 fyrir heimamenn. 25. mín: Búið að lemja hressilega á Kára Kristjáni sem fær sér hvíld. Arnar Pétursson kemur á línuna og lendir strax í stórræðum. Birkir Ívar er með Heimi í vasanum og ver nánast allt frá honum. Markvarsla Birkis er að koma Haukum inn í leikinn á ný. 9-7 fyrir Val. 21. mín: Markverðir beggja liða að verja ágætlega. Sigurbergur nær sér ekki í gang hjá Haukum en reynir að skjóta sig í gang. Valsmenn spila skynsaman og yfirvegaðan bolta. Boltinn gengur mun betur hjá þeim. 9-5 fyrir Val. 18. mín: Anton og Hlynur hafa góð tök á leiknum. Þeir eiga auðvitað að dæma alla þessa úrslitaleiki. Yfirburðadómarapar. Sóknarleikur Hauka gengur enn illa. Leikhléið ekki að skila miklu. 8-4 fyrir Val. 15. mín: Sóknarleikur Hauka er stirðbusalegur og gengur afar illa. Breytir engu þó þeir séu manni fleiri. Ekki furða að Aron taki leikhlé í stöðunni 7-4 fyrir Val. 13. mín: Gamla brýnið Davíð Ólafsson lék ekki vel í síðasta leik. Hann er mun hressari í dag og skorar úr fyrstu þrem skotum sínum. Sigfús Sigurðsson fær fyrstu brottvísun dagsins og var steinhissa eins og oft áður. Ólafur Haukur að hitna í marki Valsmanna á meðan þeir eru manni færri. 5-3 fyrir Val. 9. mín: Sigurbergur skýtur yfir úr vítakasti rétt eins og í síðasta leik. Kári Kristjánsson er ekki vinsælasti maðurinn á Hlíðarenda eftir síðasta leik. Það er fast tekið á honum og varnarmenn Vals tala óblítt í eyra hans hvað eftir annað. 4-2 fyrir Val. 6. mín: Smá skrekkur í Valsmönnum í upphafi en þeir hressast svo. Tvö góð mörk frá Elvari og svo hraðaupphlaupsmark frá Davíð. 3-2. 4. mín: Birkir Ívar byrjar vel og ver tvö skot í röð frá Heimi Erni. Gunnar skorar fyrsta markið úr víti fyrir Hauka en Elvar jafnar. 1-1 Þess má geta að skyggnið úr blaðamannastúkunni er til skammar en búið er að birgja sýn blaðamanna með ljóskösturum og öðru sem var hengt upp fyrir framan blaðamannastúkuna. Mjög dapurt. Fyrir leik: Það verður að segjast eins og er það eru ótrúlega fáir áhorfendur mættir í húsið. Greinilegt að margir kjósa frekar Meistaradeildina. Vísi skilst að Rúv hafi beðið um að sýna leikinn í kvöld frekar en að vera með hann á morgun. Fyrir leik: Valsmenn bjóða upp á lúðrasveit fyrir leik sem reynir að kveikja í áhorfendum með misjöfnum árangri. Öxar við ána myndaði ekki mikla gleðibylgju. Síðast var boðið upp á B. Sig, það var aðeins dýrara program. Fyrir leik: Markús Máni Michaelsson er kominn í lið Vals en hann hefur verið að æfa með liðinu síðustu vikur. Ernir Hrafn Arnarson er einnig í leikmannahópi Vals í fyrsta skipti í vetur. Hann sleit krossbönd í fyrsta æfingaleik Vals fyrir tímabilið. Er afar ánægjulegt að sjá hann aftur á fjölunum. Fyrir leik: Athygli vekur að nýr plötusnúður er mættur á græjurnar í Vodafone-höllinni en Baldvin Þorsteinsson hefur stýrt málum þar í síðustu leikjum. Undirritaður var viðstaddur síðasta heimaleik Valsmanna og er ekki hissa á að Baldvin hafi verið rekinn. Hann verður seint ráðinn til að stýra tónlist í teitum hjá mér. Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Valur vann þriggja marka sigur á Haukum, 32-29, í framlengdum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valsmenn höfðu ekki tapað leik á heimavelli í vetur og það breyttist ekki í kvöld þó svo að það hafi staðið tæpt. Valur var með yfirhöndina lengst af í leiknum en Haukamönnum tókst að jafna metin á lokamínútu venjulegs leiktíma. En heimamenn sýndu hvað í þeim býr í framlengingunni og unnu góðan þriggja marka sigur. Vísir var með beina lýsingu frá leiknum sem má lesa hér að neðan.Leik lokið: Davíð Ólafsson klárar þetta fyrir Valsmenn og þeir fagna góðum sigri, 32-29. 68. mín: Heimir kemur Val í þriggja marka forskoti en hann hefur ekki átt góðan dag. Bætti fyrir það þarna. Ólafur ver svo frá Sigurbergi. Valur í vænlegri stöðu, 30-27. 66. mín: Haukar kasta frá sér boltanum í tvígang. 29-27 fyrir Val. 65. mín: Fyrri hálfleik framlengingar lokið og Valur leiðir, 28-27. Sigurbergur með öll mörk Hauka en Arnór tvö fyrir Val í framlengingunni. 63. mín: Elvar skorar fyrsta markið í framlengingunni. Sigurbergur jafnar. Hjalti kemur Val aftur yfir. Liðin leika frekar hægt og virka þreytt eftir átök kvöldsins. 26-25. Venjulegum leiktíma lokið: Sigurbergur jafnaði þegar 35 sek voru eftir. Valur fær aukakast og tvær sek eftir. Elvar í skot sem fór í slána og niður í gólfið aftur. Afar nálægt því að fara inn. Það verður framlengt. 59. mín: Elvar skaut í stöng úr opnu færi. Haukar með boltann og mínúta eftir. Rafmögnuð spenna. 59. mín: Elvar liggur meiddur. Birkir varði frá Hjalta en í innkast. Eru Valsmenn að fara á taugum? 58. mín: Ernir tekur illa ígrundað skot. Hittir ekki markið. Kári minnkar muninn i eitt mark, 24-23. 57. mín: Gunnar Berg minnkar muninn í tvö mörk, 24-22 og Valur tekur leikhlé. 56. mín: Valsmenn ná fimm marka forskoti, 24-19. Ernir Hrafn fær að koma inn í fyrsta skipti í vetur. Davíð haltrar af velli, sá er sprunginn og lappirnar líka. Klukkan í ólagi og smá hlé á leiknum en það stóð stutt yfir. Heimir Óli Heimisson minnkar muninn í þrjú mörk, 24-21. Smá von. 54. mín: Valsmenn hafa spilað frábæra vörn hér í dag og Haukar átt fá svör. Elvar að skora mikilvæg mörk. 23-19 og Haukar taka leikhlé. 52. mín: Davíð Ólafsson skorar sitt sjöunda mark og fær krampa. Oft verið í betra formi en er að spila eins og engill. 21-17. 51. mín: Aron Kristjánsson fær að líta gula spjaldið. Bongómaður Valsmanna slær taktinn sem aldrei fyrr. Valsmenn leiða með þremur eftir mikilvægt mark hjá Hjalta "skriðþunga" Pálmasyni. 20-17. 48. mín: Hjalti Gylfason fær brottvísun fyrir klaufaskap. Andri Stefan loksins að stíga upp fyrir Hauka á meðan Birkir Ívar heldur áfram að verja vel. Kominn í 18 bolta. Ingvar skorar mikilvægt mark og svo ver Ólafur vel. 19-17 fyrir Val. 45. mín: Birkir Ívar heldur áfram að verja og með því gefa Haukum von. Kári Kristján skorar sitt fyrsta mark úr hraðaupphlaupi. Arnar Pétursson fær að hvíla sig í tvær mín fyrir að skella Davíð Ólafssyni. 15 mín eftir og Valur leiðir með tveim mörkum, 18-16. 43. mín: Davíð kemur svo Val í þriggja marka forystu. Góð viðbrögð hjá Valsmönnum þegar Haukar voru búnir að jafna. Davíð heldur áfram að skora. Sá gamli er sjóðheitur. 18-15 fyrir Val. 40. mín: Elvar skorar tvö mörk í röð fyrir Valsmenn. Gríðarlega mikilvæg mörk. 16-14. 38. mín: Haukar jafna í fyrsta skipti síðan í stöðunni 1-1. Nú fer að hitna í kolunum. Staðan 14-14. 35. mín: Vörn Hauka að taka betur við sér. Valsmenn halda forskotinu. Haukar þurfa meira. 14-11. 32. mín: Elvar skorar fyrsta mark síðari hálfleiksins. Birkir Ívar heitur, ver tvö skot í röð úr hraðaupphlaupi. Áfram hikst á sóknarleik Hauka. 12-9 fyrir Val. Hálfleikur: 11-9 fyrir Valsmenn í hálfleik. Mikill átakahálfleikur að baki. Ekkert rugl samt enda hafa Anton og Hlynur haft góð tök á leiknum. Lítið skorað enda sterkar varnir en sóknarleikur beggja liða ekkert sérstakur. Valsmenn þó betri en Haukar geta þakkað Birki Ívari fyrir að munurinn sé ekki meiri. Hann hefur varið 11 skot og þar af 1 víti. Ólafur Haukur hefur varið 9 skot hinum megin og einnig verið góður. Davíð Ólafsson markahæstur Valsmanna með 4 mörk. Elvar Friðriksson og Hjalti Pálmason með 2 mörk hvor. Sigurbergur Sveinsson með 4 mörk fyrir Hauka. Gunnar Berg næstur með 2 mörk sem bæði komu af vítalínunni. 28. mín: Markús Máni kemur inn undir lok hálfleiksins. Fyrsta skot hans er arfaslakt. Sigurbergur er að hitna sem eru góð tíðindi fyrir meistarana. Hjalti Pálmason skorar mikilvægt mark fyrir Val. 10-8 fyrir heimamenn. 25. mín: Búið að lemja hressilega á Kára Kristjáni sem fær sér hvíld. Arnar Pétursson kemur á línuna og lendir strax í stórræðum. Birkir Ívar er með Heimi í vasanum og ver nánast allt frá honum. Markvarsla Birkis er að koma Haukum inn í leikinn á ný. 9-7 fyrir Val. 21. mín: Markverðir beggja liða að verja ágætlega. Sigurbergur nær sér ekki í gang hjá Haukum en reynir að skjóta sig í gang. Valsmenn spila skynsaman og yfirvegaðan bolta. Boltinn gengur mun betur hjá þeim. 9-5 fyrir Val. 18. mín: Anton og Hlynur hafa góð tök á leiknum. Þeir eiga auðvitað að dæma alla þessa úrslitaleiki. Yfirburðadómarapar. Sóknarleikur Hauka gengur enn illa. Leikhléið ekki að skila miklu. 8-4 fyrir Val. 15. mín: Sóknarleikur Hauka er stirðbusalegur og gengur afar illa. Breytir engu þó þeir séu manni fleiri. Ekki furða að Aron taki leikhlé í stöðunni 7-4 fyrir Val. 13. mín: Gamla brýnið Davíð Ólafsson lék ekki vel í síðasta leik. Hann er mun hressari í dag og skorar úr fyrstu þrem skotum sínum. Sigfús Sigurðsson fær fyrstu brottvísun dagsins og var steinhissa eins og oft áður. Ólafur Haukur að hitna í marki Valsmanna á meðan þeir eru manni færri. 5-3 fyrir Val. 9. mín: Sigurbergur skýtur yfir úr vítakasti rétt eins og í síðasta leik. Kári Kristjánsson er ekki vinsælasti maðurinn á Hlíðarenda eftir síðasta leik. Það er fast tekið á honum og varnarmenn Vals tala óblítt í eyra hans hvað eftir annað. 4-2 fyrir Val. 6. mín: Smá skrekkur í Valsmönnum í upphafi en þeir hressast svo. Tvö góð mörk frá Elvari og svo hraðaupphlaupsmark frá Davíð. 3-2. 4. mín: Birkir Ívar byrjar vel og ver tvö skot í röð frá Heimi Erni. Gunnar skorar fyrsta markið úr víti fyrir Hauka en Elvar jafnar. 1-1 Þess má geta að skyggnið úr blaðamannastúkunni er til skammar en búið er að birgja sýn blaðamanna með ljóskösturum og öðru sem var hengt upp fyrir framan blaðamannastúkuna. Mjög dapurt. Fyrir leik: Það verður að segjast eins og er það eru ótrúlega fáir áhorfendur mættir í húsið. Greinilegt að margir kjósa frekar Meistaradeildina. Vísi skilst að Rúv hafi beðið um að sýna leikinn í kvöld frekar en að vera með hann á morgun. Fyrir leik: Valsmenn bjóða upp á lúðrasveit fyrir leik sem reynir að kveikja í áhorfendum með misjöfnum árangri. Öxar við ána myndaði ekki mikla gleðibylgju. Síðast var boðið upp á B. Sig, það var aðeins dýrara program. Fyrir leik: Markús Máni Michaelsson er kominn í lið Vals en hann hefur verið að æfa með liðinu síðustu vikur. Ernir Hrafn Arnarson er einnig í leikmannahópi Vals í fyrsta skipti í vetur. Hann sleit krossbönd í fyrsta æfingaleik Vals fyrir tímabilið. Er afar ánægjulegt að sjá hann aftur á fjölunum. Fyrir leik: Athygli vekur að nýr plötusnúður er mættur á græjurnar í Vodafone-höllinni en Baldvin Þorsteinsson hefur stýrt málum þar í síðustu leikjum. Undirritaður var viðstaddur síðasta heimaleik Valsmanna og er ekki hissa á að Baldvin hafi verið rekinn. Hann verður seint ráðinn til að stýra tónlist í teitum hjá mér.
Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira