Útrás og einangrun Sverrir Jakobsson skrifar 5. maí 2009 06:00 Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont. Það lýsir sér í því að þeir sem vilja upphefja land og þjóð telja okkur hátt yfir aðrar þjóðir hafnar, nema þá einna helst stórþjóðir. Ekki þarf að leita langt eftir dæmum. Fyrir fáeinum misserum ályktaði t.d. Viðskiptaráð að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum". Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga. Núna ættu aðrar þjóðir að læra bissness af okkur en við þyrftum svo sannarlega ekkert að læra af þeim. Á bak við orðræðuhefð útrásarinnar var þó áratugagömul hugmyndaleg ræktun íslensku minnimáttarkenndarinnar sem birtist til skiptis í vesældómi og vantrú á eigin getu á milli þess sem hún brýst út í monti og ofmati á eigin hæfileikum. Hvergi sést íslenska minnimáttarkenndin betur en þegar kemur að „Svíagrýlunni" og annarri rembu gagnvart grannþjóðum okkar. Það hefur verið landlægt í vissum hópum á Íslandi að fitja upp á nefið þegar talið berst að grannþjóðum okkar og hinum vel reknu samfélögum þeirra. Hin veruleikafirrta ályktun Viðskiptaráðs er sprottin úr jarðvegi slíks hugsunarháttar. Í þessu felst þversögn sem þó lýtur eigin lögmálum. Orðræða um útrás felur nefnilega ekki í sér neina opnun eða vilja til að víkka sjóndeildarhringinn. Þvert á móti er kjarni hennar sá að Íslendingar eigi að mæta til leiks á vettvangi þjóðanna með eigið ágæti í farteskinu sem aðrir þiggja af okkur en við þurfum ekki neitt frá öðrum þar sem við stöndum þeim langtum framar. Þess konar viðskipti þjóða ganga ekki upp en sú staðreynd virðist seint renna upp fyrir Íslendingum. Afleiðing hrokans er sú að Ísland hefur að mörgu leyti einangrast menningarlega á meðan aðrar norrænar þjóðir hafa ræktað samstarf sitt. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Skandinavískar kvikmyndir koma sjaldan til sýninga á Íslandi og erfitt er að grafa upp bækur á norrænum málum í bókabúðum. Menningarleg tengsl við frændþjóðirnar hafa látið undan síga en á sama tíma er ekkert lát á þeim fjölda Íslendinga sem sækir bæði menntun og vinnu til grannlandanna. Allt eru þetta veikleikamerki á íslenskri menningu sem alltof oft eru mistúlkuð og talin sem styrkur. Ef við þekkjum ekki norræn samfélög og norræna menningu þá sé það vegna þess að við stöndum framar öðrum Norðurlandaþjóðum. En vanþekking er aldrei styrkur og hún hefur reynst okkur Íslendingum hættuleg. Þegar íslenskir athafnamenn voru að reisa viðskiptatengdar spilaborgir á Norðurlöndum mættu þeir kröftugu aðhaldi norrænna viðskiptablaðamanna sem sinna starfi sínu af faglegum metnaði og ákveðni. Meðal þeirra fengu íslenskir viðskiptajöfrar það orð á sig að vera „stelpustrákar" (tøsedrenge) sem kveinkuðu sér undan gagnrýninni umræðu. Þessar móttökur voru öðruvísi en heima á Íslandi þar sem efasemdalaus tilbeiðsla var meginreglan. Spunanum um öfundsjúka Dani var trúað þótt fyrir honum væru lítil rök. Og íslenskir fjölmiðlamenn töldu sig auðvitað ekkert þurfa að læra af norrænum starfssystkinum. Það er áleitin spurning hvort íslenskt viðskiptalíf hefði ekki grætt meira á örlítið meiri gagnkvæmni í samskiptum okkur við Norðurlönd - örlítið meiri viðleitni til að læra af þekkingu og reynslu grannþjóða okkar. En auðvitað hjálpaði ekki til þegar áhrifamiklir aðilar í íslensku samfélagi - með Viðskiptaráð í broddi fylkingar - vildu halda því á lofti að Ísland stæði öðrum Norðurlöndum framar. Töluverð pólitísk umskipti hafa orðið á Íslandi að undanförnu. Kannski felast þau mestu í því að núna loksins eru ráðandi öfl í landinu ekki lengur þeirrar skoðunar að við séum of „kúl" fyrir Norðurlöndin. Hin stórkarlalega remba gagnvart norrænum samfélögum og menningu hefur nefnilega aldrei verið annað en gríma yfir minnimáttarkennd og útboruhátt. Það er fyrir löngu orðið tímabært að söðla um og horfast í augu við það að við getum margt lært af frændþjóðum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Það er ekki undarlegt að minnimáttarkennd sæki iðulega að smáþjóð eins og Íslendingum. Hitt er merkilegra að birtingarmynd hennar virðist iðulega vera belgingur og yfirgengilegt mont. Það lýsir sér í því að þeir sem vilja upphefja land og þjóð telja okkur hátt yfir aðrar þjóðir hafnar, nema þá einna helst stórþjóðir. Ekki þarf að leita langt eftir dæmum. Fyrir fáeinum misserum ályktaði t.d. Viðskiptaráð að Íslendingar mættu ekki bera sig saman við Norðurlöndin vegna þess að við stæðum þeim „framar á flestum sviðum". Tímabundinn skyndigróði var enda talinn til marks um séríslenskt hugvit sem aðrar þjóðir deildu ekki með okkur. Þetta átu svo ráðamenn þjóðarinnar hver upp á fætur öðrum. Þannig varð til hugtakið „útrás" sem staðfesti draumsýn Íslendinga. Núna ættu aðrar þjóðir að læra bissness af okkur en við þyrftum svo sannarlega ekkert að læra af þeim. Á bak við orðræðuhefð útrásarinnar var þó áratugagömul hugmyndaleg ræktun íslensku minnimáttarkenndarinnar sem birtist til skiptis í vesældómi og vantrú á eigin getu á milli þess sem hún brýst út í monti og ofmati á eigin hæfileikum. Hvergi sést íslenska minnimáttarkenndin betur en þegar kemur að „Svíagrýlunni" og annarri rembu gagnvart grannþjóðum okkar. Það hefur verið landlægt í vissum hópum á Íslandi að fitja upp á nefið þegar talið berst að grannþjóðum okkar og hinum vel reknu samfélögum þeirra. Hin veruleikafirrta ályktun Viðskiptaráðs er sprottin úr jarðvegi slíks hugsunarháttar. Í þessu felst þversögn sem þó lýtur eigin lögmálum. Orðræða um útrás felur nefnilega ekki í sér neina opnun eða vilja til að víkka sjóndeildarhringinn. Þvert á móti er kjarni hennar sá að Íslendingar eigi að mæta til leiks á vettvangi þjóðanna með eigið ágæti í farteskinu sem aðrir þiggja af okkur en við þurfum ekki neitt frá öðrum þar sem við stöndum þeim langtum framar. Þess konar viðskipti þjóða ganga ekki upp en sú staðreynd virðist seint renna upp fyrir Íslendingum. Afleiðing hrokans er sú að Ísland hefur að mörgu leyti einangrast menningarlega á meðan aðrar norrænar þjóðir hafa ræktað samstarf sitt. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Skandinavískar kvikmyndir koma sjaldan til sýninga á Íslandi og erfitt er að grafa upp bækur á norrænum málum í bókabúðum. Menningarleg tengsl við frændþjóðirnar hafa látið undan síga en á sama tíma er ekkert lát á þeim fjölda Íslendinga sem sækir bæði menntun og vinnu til grannlandanna. Allt eru þetta veikleikamerki á íslenskri menningu sem alltof oft eru mistúlkuð og talin sem styrkur. Ef við þekkjum ekki norræn samfélög og norræna menningu þá sé það vegna þess að við stöndum framar öðrum Norðurlandaþjóðum. En vanþekking er aldrei styrkur og hún hefur reynst okkur Íslendingum hættuleg. Þegar íslenskir athafnamenn voru að reisa viðskiptatengdar spilaborgir á Norðurlöndum mættu þeir kröftugu aðhaldi norrænna viðskiptablaðamanna sem sinna starfi sínu af faglegum metnaði og ákveðni. Meðal þeirra fengu íslenskir viðskiptajöfrar það orð á sig að vera „stelpustrákar" (tøsedrenge) sem kveinkuðu sér undan gagnrýninni umræðu. Þessar móttökur voru öðruvísi en heima á Íslandi þar sem efasemdalaus tilbeiðsla var meginreglan. Spunanum um öfundsjúka Dani var trúað þótt fyrir honum væru lítil rök. Og íslenskir fjölmiðlamenn töldu sig auðvitað ekkert þurfa að læra af norrænum starfssystkinum. Það er áleitin spurning hvort íslenskt viðskiptalíf hefði ekki grætt meira á örlítið meiri gagnkvæmni í samskiptum okkur við Norðurlönd - örlítið meiri viðleitni til að læra af þekkingu og reynslu grannþjóða okkar. En auðvitað hjálpaði ekki til þegar áhrifamiklir aðilar í íslensku samfélagi - með Viðskiptaráð í broddi fylkingar - vildu halda því á lofti að Ísland stæði öðrum Norðurlöndum framar. Töluverð pólitísk umskipti hafa orðið á Íslandi að undanförnu. Kannski felast þau mestu í því að núna loksins eru ráðandi öfl í landinu ekki lengur þeirrar skoðunar að við séum of „kúl" fyrir Norðurlöndin. Hin stórkarlalega remba gagnvart norrænum samfélögum og menningu hefur nefnilega aldrei verið annað en gríma yfir minnimáttarkennd og útboruhátt. Það er fyrir löngu orðið tímabært að söðla um og horfast í augu við það að við getum margt lært af frændþjóðum okkar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun