Patrekur: Áttum skilið eitt stig Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:56 Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína. Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína.
Olís-deild karla Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira