Oddaleikirnir í undanúrslitum N1-deildar karla fara fram klukkan 19.30 í kvöld. Báðir leikir verða í beinni sjónvarpsútsendingu.
Rúv mun sýna beint frá leik Hauka og Fram á Ásvöllum og HSÍ TV verður með beina útsendingu frá leik Vals og HK á Hlíðarenda.
Einnig verða viðtöl fyrir og eftir leik.
Hægt er að sjá beina útsendingu frá leik Vals og HK hér.