Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum? Ómar Þorgeirsson skrifar 7. ágúst 2009 15:30 John Daly. Nordic photos/AFP Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum. Daly spilaði sitt versta mót á dögunum í langan tíma þegar hann komst ekki í gengum niðurskurðinn á Opna-Buick mótinu eftir að hafa spilað seinni hring sinn á 88 höggum. Hann kvartaði yfir því eftir mótið að hann hefði enga tilfinningu fyrir því hvað hann væri að gera og velti fyrir sér hver ástæðan kynni að vera. Vangaveltur voru á lofti um að megrun sem Daly hefur tekið föstum tökum hafi haft sín áhrif á spilamennsku kappans en hann hefur misst um 35 kíló á nokkrum mánuðum. Daly staðfesti aftur á móti á Twitter-síðu sinni í vikunni að hann hafi gengist undir augnaðgerð og það er spurning hvort að það hafi verið meinið. Það verður alla vega spennandi að sjá hvort þessi skrautlegi kylfingur haldi ekki keppni áfram á næsta móti PGA-mótaraðrinnar. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum. Daly spilaði sitt versta mót á dögunum í langan tíma þegar hann komst ekki í gengum niðurskurðinn á Opna-Buick mótinu eftir að hafa spilað seinni hring sinn á 88 höggum. Hann kvartaði yfir því eftir mótið að hann hefði enga tilfinningu fyrir því hvað hann væri að gera og velti fyrir sér hver ástæðan kynni að vera. Vangaveltur voru á lofti um að megrun sem Daly hefur tekið föstum tökum hafi haft sín áhrif á spilamennsku kappans en hann hefur misst um 35 kíló á nokkrum mánuðum. Daly staðfesti aftur á móti á Twitter-síðu sinni í vikunni að hann hafi gengist undir augnaðgerð og það er spurning hvort að það hafi verið meinið. Það verður alla vega spennandi að sjá hvort þessi skrautlegi kylfingur haldi ekki keppni áfram á næsta móti PGA-mótaraðrinnar.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira