Kreppa stöðvar Grammy-fara 4. febrúar 2009 05:00 Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður ekki viðstaddur Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles. „Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það er mjög dýrt að fara þangað og taka þátt í þessu. Við búum ekki við þannig ástandi hér að við getum leyft okkur neinn munað," segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníusveitarinnar. Þrátt fyrir að Íslendingar séu tilnefndir til tvennra Grammy-verðlauna í ár verða þeir ekki viðstaddir athöfnina í Los Angeles á sunnudaginn. Annars vegar er Sinfóníuhljómsveit Íslands og hljómsveitarstjórinn Rumon Gamba tilnefnd fyrir plötuna D"Indy: Orchestral, Vol 1 og hins vegar er Pacifia-kvartettinn, með Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikara innanborðs, tilnefndur fyrir kammermúsík sína. „Þetta hleypur á mörgum milljónum," segir Þröstur og útskýrir að einungis einn hefði verið sendur á hátíðina ef einhver peningur hefði verði til. Þröstur býst ekki við því að hljóta hin virtu verðlaun. „Það er mikið þrengri hópur sem velur lokaverðlaunin, þannig að það er á vissan hátt meira að marka tilnefninguna. Þetta hefur líka oft komið í hlut bandarískra hljómsveita enda eru þetta bandarísk verðlaun." Fái hljómsveitin Grammy-styttuna myndi það breyta miklu fyrir hana út á við að mati Þrastar. „Ég veit ekki hvernig það yrði metið innanlands. Íslendingar eru ekkert ofboðslega mikið fyrir klassík. Þeir eru allir í poppinu eins og maður sér á umfjöllun fjölmiðla og annað. En við vonum að þetta gangi okkur í hag." Sigurbjörn Bernharðsson ætlaði að vera viðstaddur hátíðina ásamt hinum meðlimum Pacifia -kvartettsins en hljómsveitin spilar í Lissabon kvöldið áður og kemst því ekki í tæka tíð til Los Angeles. Miðað við tvær millilendingar í Senegal og Atlanta vantar aðeins þrjár klukkustundir upp á að dæmið gangi upp. - fb
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira