Handbolti

Andri Berg: Erum bara ekki að gera það sem er lagt fyrir okkur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Andri Berg Haraldsson.
Andri Berg Haraldsson. Mynd/Anton

„Það er bara ekki hægt að vinna leik þegar við klúðrum tíu dauðafærum og gerum enn fleiri tæknifeila. Þeir skora þarna einhver sex hraðaupphlaupsmörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik og það er algjörlega óásættanlegt.

Við bara hættum að nenna þessu. Þetta var ótrúlega lélegt," sagði Framarinn Andri Berg Haraldsson í leikslok eftir 28-25 tap gegn Stjörnunni í N1-deild karla í Mýrinni í kvöld.

„Stjörnumenn áttu bara skilið að vinna þennan leik því við vorum að spila afspyrnu illa. Varnarleikurinn var ágætur en sóknarleikurinn var lélegur. Það er engin afsökun þó svo að við höfum misst einhverja menn fyrir tímabiliið. Við erum bara ekki að gera það sem er lagt fyrir okkur," sagði Andri Berg svekktur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×