Safnar ástarbréfum Íslendinga 10. mars 2009 06:00 Sunna og Landsbókasafn Íslands efna til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Öll innsend bréf verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. Vísir/GVA „Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com. Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég á eftir að fara í gegnum mína skúffu, en það koma eflaust einhver bréf upp úr henni,“ segir Sunna Dís Másdóttir, meistaranemi í hagnýtri menningarmiðlun, spurð um söfnun ástarbréfa sem hún stendur fyrir í samstarfi við Landsbókasafn Íslands. „Ég fékk ljóðabók í jólagjöf sem heitir Ég skal kveða um eina þig alla mína daga, eftir Pál Ólafsson. Mér finnst þessi setning svo falleg ástarjátning og fór út frá því að hugsa um hve mörg ástarbréf leynast eflaust í skúffum út um allt. Mig langaði að safna þeim saman og sjá muninn á gömlum handskrifuðum ástarbréfum og svo ástarjátningum í tölvupóstum, á Facebook eða í sms-skilaboðum í dag.“ Niðurstaðan varð sú að Sunna, í samstarfi við handritadeild Landsbókasafns Íslands, efnir nú til söfnunarátaksins Ástarbréf óskast! Óskað er eftir ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. „Fólki er svolítið í sjálfsvald sett hvaða upplýsingar fylgja bréfunum, en nánari upplýsingar um það má finna á Facebook-síðu átaksins,“ útskýrir Sunna. Bréfin verða varðveitt á safninu sem heimild um lífið í landinu fyrir komandi kynslóðir. „Ég stefni svo á að setja upp sýningu í miðbænum í samráði við eigendur bréfanna í maí til að sýna fólki hvað þetta er sameiginleg tilfinning hjá okkur þó svo að hún sé persónuleg og dreifa smá ást,“ bætir hún við og brosir. Áhugasamir geta sent bréf sín á Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, handritadeild, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, eða á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira