Verður vítakeppni á Valsvellinum? ÓMar Þorgeirsson skrifar 25. júlí 2009 09:00 Það má búast við hörkuleik hjá Val og Stjörnunni. Mynd/Stefán Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin. Guðrún Jóna segir nánast ómögulegt að spá um hvort Valur eða Stjarnan vinni og telur að framlengingu og vítaspyrnukeppni þurfi til að skera úr um hvort liðið fari í úrslitaleikinn. „Þetta verður sama baráttan og í leiknum fyrr í sumar og ég á von á mjög föstum leik. Bæði lið hafa spilað vel í sumar og þetta getur farið á báða vegu," segir Guðrún Jóna. Dragan hallast frekar að sigri Vals en telur þó að ekki verði um neinn stórsigur að ræða. „Ég held að Valur sé með of sterkt lið fyrir Stjörnuna. Valur er með frábæra leikmenn í öllum stöðum á vellinum og ég hugsa að þetta fari 2-0 fyrir Val. Þetta verður samt mikill baráttuleikur og Stjörnustelpur mæta grimmar til leiks eftir tapið gegn Breiðabliki í deildinni," segir Dragan. Guðrún Jóna á von á jöfnum leik hjá Breiðabliki og Fylki en hallast þó að Blikasigri, í markaleik. „Bæði Breiðablik og Fylkir spila mjög skemmtilegan sóknarbolta þannig að ég á von á því að þetta verði mjög hraður og opinn leikur. En miðað við hvernig liðin hafa verið að spila undanfarið þá held ég að Blikarnir vinni þetta á endanum. Það er engin spurning að Fylkisstúlkur geta gert Blikum skráveifu en eigum við ekki að segja 3-2 fyrir Breiðablik, þó svo að þetta verði mjög tvísýnt," segir Guðrún Jóna. Dragan telur að öflugur sóknarleikur Blika verði of stór biti fyrir Fylki á morgun. „Blikastúlkur eru með frábært lið og frábæran þjálfara. Þær eru með skemmtilegasta sóknarliðið og sex fremstu leikmennirnir á miðjunni og í sókninni eru allir mjög góðir og geta allar þær stúlkur klárað leikinn upp á sitt einsdæmi. Eigum við samt ekki að segja að þetta fari 4-1 fyrir Breiðablik," segir Dragan.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira