Enginn tími fyrir biðleiki 11. júlí 2009 08:00 Ýmsir þeir sömu og hafa kvartað hæst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kvarta nú sáran yfir því að hún gangi of hratt til verks. Á það síðarnefnda bæði við um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum og aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Margt bendir til að afgreiðslu beggja mála ljúki innan viku á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það er eindregið fagnaðarefni ef ríkisstjórnin kemur þessum tveimur stóru málum í höfn. Með þeirri niðurstöðu væri hún að senda skýr merki um að hún hafi þann innri styrk sem þarf til að stýra landinu. Umfram allt væri þetta þó merki um að veruleg hreyfing er fram undan við löngu tímabært uppbyggingarstarf á fjármálakerfinu. Að viðtengingarhættinum slepptum þarf á hinn bóginn ekki að velkjast í neinum vafa um að ef Jóhanna og félagar landa ekki þessum málum blasir við mikið óvissuástand. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur undanfarnar vikur stigið afgerandi fram sem hinn sterki leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Hann hefur staðið í miðjum stormi Icesave- og nú Evrópusambandsumræðunnar án þess að gefa eftir eina tommu. Að auki hefur rignt yfir hann eldi og brennisteini frá talsmönnum andstæðra sjónarmiða. Það virðist ekki heldur bíta á hann. Fjármálaráðherra býr augsýnilega að því að vera búinn að koma sér upp þykkum skráp á löngum stjórnmálaferli. Það er sannarlega dýrmætur eiginleiki í því starfi sem hann hefur valið sér. Enn þá meira virði er þó sú ára trúverðugleika sem hann hefur yfir sér. Það fer ekki á milli mála að utan veggja þingsins fer virðing Steingríms vaxandi, kannski sérstaklega meðal þeirra sem deila ekki með honum pólitískum skoðunum. Það hefur komið heldur óvænt í ljós að Steingrímur getur nálgast hlutina á pragmatískan hátt. Það er hreint ekki öllum gefið en er ómetanlegt fyrir þá sem vilja hafa alvöru áhrif í stjórnmálum. Á þingi í gær sagði hann til dæmis að ef til vill mætti kalla það vissa „fórn" að VG hefði samþykkt í stjórnarsáttmála að lögð yrði fram tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Var sú ákvörðun augsýnilega byggð á því mati Vinstri grænna að flokkurinn kæmi fleirum stefnumálum sínum í framkvæmd í stjórnarsamstarfi með Samfylkingu en öðrum flokkum. U-beygja Steingríms í afstöðunni til samningaleiðar um Icesave er örugglega reist á sams konar köldu hagsmunamati. Fyrir þá sem efast um að ríkisábyrgðin á Icesave-samningnum sé óumflýjanleg, hlýtur að vera traustvekjandi að Steingrímur hafi leitt hann til lykta. Það segir meira en mörg orð að eftir að hafa kynnt sér alla málavexti leggur þessi fyrrum háværasti andstæðingur samningaleiðarinnar nú pólitískt líf sitt að veði fyrir samningnum. Á undanförnum dögum hefur ríkisstjórnin sýnt að hún er tilbúin til að láta verkin tala. Gagnrýnin á þann kraft sem er hlaupinn í störf hennar er ósanngjörn. Okkur Íslendingum er ekki til setunnar boðið. Tími biðleikja er fyrir löngu að baki. Kyrrstaðan er ekkert val. Hún er bein ávísun á afturför við núverandi aðstæður. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að vísa veginn með afgerandi hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór
Ýmsir þeir sömu og hafa kvartað hæst yfir aðgerðaleysi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur kvarta nú sáran yfir því að hún gangi of hratt til verks. Á það síðarnefnda bæði við um ríkisábyrgðina á Icesave-samningnum og aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. Margt bendir til að afgreiðslu beggja mála ljúki innan viku á forsendum ríkisstjórnarinnar. Það er eindregið fagnaðarefni ef ríkisstjórnin kemur þessum tveimur stóru málum í höfn. Með þeirri niðurstöðu væri hún að senda skýr merki um að hún hafi þann innri styrk sem þarf til að stýra landinu. Umfram allt væri þetta þó merki um að veruleg hreyfing er fram undan við löngu tímabært uppbyggingarstarf á fjármálakerfinu. Að viðtengingarhættinum slepptum þarf á hinn bóginn ekki að velkjast í neinum vafa um að ef Jóhanna og félagar landa ekki þessum málum blasir við mikið óvissuástand. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur undanfarnar vikur stigið afgerandi fram sem hinn sterki leiðtogi ríkisstjórnarinnar. Hann hefur staðið í miðjum stormi Icesave- og nú Evrópusambandsumræðunnar án þess að gefa eftir eina tommu. Að auki hefur rignt yfir hann eldi og brennisteini frá talsmönnum andstæðra sjónarmiða. Það virðist ekki heldur bíta á hann. Fjármálaráðherra býr augsýnilega að því að vera búinn að koma sér upp þykkum skráp á löngum stjórnmálaferli. Það er sannarlega dýrmætur eiginleiki í því starfi sem hann hefur valið sér. Enn þá meira virði er þó sú ára trúverðugleika sem hann hefur yfir sér. Það fer ekki á milli mála að utan veggja þingsins fer virðing Steingríms vaxandi, kannski sérstaklega meðal þeirra sem deila ekki með honum pólitískum skoðunum. Það hefur komið heldur óvænt í ljós að Steingrímur getur nálgast hlutina á pragmatískan hátt. Það er hreint ekki öllum gefið en er ómetanlegt fyrir þá sem vilja hafa alvöru áhrif í stjórnmálum. Á þingi í gær sagði hann til dæmis að ef til vill mætti kalla það vissa „fórn" að VG hefði samþykkt í stjórnarsáttmála að lögð yrði fram tillaga um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Var sú ákvörðun augsýnilega byggð á því mati Vinstri grænna að flokkurinn kæmi fleirum stefnumálum sínum í framkvæmd í stjórnarsamstarfi með Samfylkingu en öðrum flokkum. U-beygja Steingríms í afstöðunni til samningaleiðar um Icesave er örugglega reist á sams konar köldu hagsmunamati. Fyrir þá sem efast um að ríkisábyrgðin á Icesave-samningnum sé óumflýjanleg, hlýtur að vera traustvekjandi að Steingrímur hafi leitt hann til lykta. Það segir meira en mörg orð að eftir að hafa kynnt sér alla málavexti leggur þessi fyrrum háværasti andstæðingur samningaleiðarinnar nú pólitískt líf sitt að veði fyrir samningnum. Á undanförnum dögum hefur ríkisstjórnin sýnt að hún er tilbúin til að láta verkin tala. Gagnrýnin á þann kraft sem er hlaupinn í störf hennar er ósanngjörn. Okkur Íslendingum er ekki til setunnar boðið. Tími biðleikja er fyrir löngu að baki. Kyrrstaðan er ekkert val. Hún er bein ávísun á afturför við núverandi aðstæður. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að vísa veginn með afgerandi hætti.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun