Umfjöllun: Ólseigir Gróttumenn léku á als oddi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2009 21:22 Jón Karl Björnsson átti góðan leik fyrir Gróttu í kvöld. Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök. Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira
Grótta vann í kvöld góðan sigur á FH í Hafnarfirði, 38-32, eftir glæsilega frammistöðu í síðari hálfleik. Flestir áttu von á því að FH-ingar yrðu sterkari aðilinn í kvöld þó svo að liðið hafi tapað fyrir Haukum í síðasta leik. FH hefur byrjað vel á tímabilinu og var spáð góðu gengi í upphafi móts. Grótta er hins vegar nýliði í deildinni og þó svo að liðið hafi sýnt að það er baráttuglatt og með lunkna handknattleiksmenn í sínum röðum er því ekki að neita að þeir eru ekki þeir fótfráustu í bransanum. Jafnræði var með liðinu í upphafi leiks en það var þó snemma ljóst að FH-ingar voru ekki upp á sitt besta. Aðeins frammistaða Pálmars Péturssonar í markinu gerði það að verkum að staðan var enn jöfn í hálfleik, 16-16. Það litla sem var í lagi hjá FH í fyrri hálfleik var ekki til staðar í þeim síðari. Þá hrundi allt hjá FH-ingum, markvarsla, varnar- og sóknarleikur. FH fékk alls 22 mörk á sig í síðari hálfleik og skynsamir Gróttumenn náðu að galopna vörn FH-inga hvað eftir annað. Það var sama hvað Gróttumenn reyndu, hreinlega allt virtist ganga upp. Þó svo að FH-ingar hafi verið langt frá sínu besta verður ekki frá Seltirningum tekið að þeir léku á als oddi í kvöld og sýndu að það er heilmikið í liðið spunnið. Tölfræði leiksins: FH - Grótta 32 - 38 (16-16) Mörk FH (skot): Bjarni Fritzson 7/1 (12/2), Benedikt Kristinsson 5 (6), Ólafur Gústafsson 4 (11), Jón Heiðar Gunnarsson 3 (3), Sigurgeir Árni Ægisson 3 (3), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Ásbjörn Friðriksson 3 (6), Ólafur A. Guðmundsson 2 (6), Guðmundur Pedersen 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (3).Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (40/4, 33%), Daníel Freyr Andrésson 5 (16, 31%).Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Sigurgeir Árni 2, Benedikt 1, Ólafur 1, Jón Heiðar 1, Ólafur A. 1).Fiskuð víti: 1 (Ari Magnús 1).Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Finnur Ingi Stefánsson 8 (10), Anton Rúnarsson 7 (12), Jón Karl Björnsson 7/4 (11/4), Atli Rúnar Steinþórsson 6 (7), Hjalti Þór Pálmason 4 (10), Halldór Ingólfsson 3 (5), Arnar Freyr Theodórsson 2 (4), Júlíus Stefánsson 1 (1), Ægir Hrafn Jónsson (1).Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 14/1 (42/2, 33%), Einar Rafn Ingimarsson 1 (5, 20%).Hraðaupphlaup: 8 (Finnur Ingi 2, Jón Karl 2, Halldór 2, Hjalti Þór 1, Anton 1).Fiskuð víti: 4 (Atli Rúnar 3, Halldór 1).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur Sverisson. Gerðu nokkur klaufaleg mistök.
Olís-deild karla Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Sjá meira