Jafntefli í háspennuleik á Akureyri 4. mars 2009 18:45 Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann. Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann.
Olís-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira