Ex Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. september 2009 06:00 Valéry Giscard d'Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Hafiði prófað að segja Giscard d'Estaing? Það er eitthvað ótrúlega skemmtilegt við það hvernig það veltur af vörum og tungu. Hann var hins vegar ekki elskhugi Díönu prinsessu af Wales. Giscard d'Estaing var forseti Frakklands frá árinu 1974 og fram til ársins 1981. Þá lét hann af störfum og sneri sér að öðru. Hann settist í héraðsstjórn Auvergne-héraðs og reyndi sitt besta til að draga ferðamenn þangað, meðal annars með því að stofna Evrópska eldfjallarannsóknasetrið og skemmtigarðinn Vúlkaníu þar sem allt gengur út á eldfjöll. Hann hefur líka notað tímann eftir að hann lét af valdamesta embætti Frakklands til að sinna ritstörfum. Hann sendi frá sér ástarsöguna Le passage eða Ferðin árið 1994 og nú, fimmtán árum seinna, hefur hann sent frá sér byltingarkennda stórvirkið Prinsessan og forsetinn. Sú bók fjallar um kynni fransks forseta af prinsessunni Patriciu af Cardiff, sem þykir minna heilmikið á Díönu. Samkvæmt frétt á vefsíðunni mbl.is ber hann þó af sér alla nána tengingu sögunnar við raunveruleikann, hann hafi einungis verið góður vinur prinsessu í nauðum og að þeim hafi talast svo til skömmu fyrir dauða hennar að hann skyldi skrifa bók um ástalíf þjóðarleiðtoga. Þetta gera fyrrverandi leiðtogar þjóða. Þeir opna skemmtigarða, efna loforð við gamla vini og sækja nýsköpun heim í hérað. Sumir ferðast um heiminn, halda fyrirlestra byggða á reynslu sinni, reyna jafnvel að láta gott af sér leiða og skrifa bækur. Þeir leggja sig fram við að vera sjálfum sér og því merkilega og ábyrgðarmikla starfi sem þeir gegndu áður til sóma, að vera flottir fyrrverandi. Það er nefnilega þannig að menn hætta aldrei að vera forsetar, forsætisráðherrar eða biskupar þó að þeir láti af embætti. Allir vita hverjir þeir voru og hvað þeir gerðu, þó að þá langi sjálfa til að skipta um starfsvettvang, koma ferskir inn á nýjan völl, láta til sín taka og hafa skoðanir. Allt sem þeir segja og gera verður skoðað í ljósi embættisorða þeirra og verka. Þá er farsælla að rækta garðinn sinn, planta nokkrum trjám og leika við hundinn. Jafnvel skrifa eins og eina bók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun
Valéry Giscard d'Estaing var lengi vel eini eftirlifandi fyrrverandi forseti Frakklands og því oft kallaður Exið í frönsku pressunni. Hafiði prófað að segja Giscard d'Estaing? Það er eitthvað ótrúlega skemmtilegt við það hvernig það veltur af vörum og tungu. Hann var hins vegar ekki elskhugi Díönu prinsessu af Wales. Giscard d'Estaing var forseti Frakklands frá árinu 1974 og fram til ársins 1981. Þá lét hann af störfum og sneri sér að öðru. Hann settist í héraðsstjórn Auvergne-héraðs og reyndi sitt besta til að draga ferðamenn þangað, meðal annars með því að stofna Evrópska eldfjallarannsóknasetrið og skemmtigarðinn Vúlkaníu þar sem allt gengur út á eldfjöll. Hann hefur líka notað tímann eftir að hann lét af valdamesta embætti Frakklands til að sinna ritstörfum. Hann sendi frá sér ástarsöguna Le passage eða Ferðin árið 1994 og nú, fimmtán árum seinna, hefur hann sent frá sér byltingarkennda stórvirkið Prinsessan og forsetinn. Sú bók fjallar um kynni fransks forseta af prinsessunni Patriciu af Cardiff, sem þykir minna heilmikið á Díönu. Samkvæmt frétt á vefsíðunni mbl.is ber hann þó af sér alla nána tengingu sögunnar við raunveruleikann, hann hafi einungis verið góður vinur prinsessu í nauðum og að þeim hafi talast svo til skömmu fyrir dauða hennar að hann skyldi skrifa bók um ástalíf þjóðarleiðtoga. Þetta gera fyrrverandi leiðtogar þjóða. Þeir opna skemmtigarða, efna loforð við gamla vini og sækja nýsköpun heim í hérað. Sumir ferðast um heiminn, halda fyrirlestra byggða á reynslu sinni, reyna jafnvel að láta gott af sér leiða og skrifa bækur. Þeir leggja sig fram við að vera sjálfum sér og því merkilega og ábyrgðarmikla starfi sem þeir gegndu áður til sóma, að vera flottir fyrrverandi. Það er nefnilega þannig að menn hætta aldrei að vera forsetar, forsætisráðherrar eða biskupar þó að þeir láti af embætti. Allir vita hverjir þeir voru og hvað þeir gerðu, þó að þá langi sjálfa til að skipta um starfsvettvang, koma ferskir inn á nýjan völl, láta til sín taka og hafa skoðanir. Allt sem þeir segja og gera verður skoðað í ljósi embættisorða þeirra og verka. Þá er farsælla að rækta garðinn sinn, planta nokkrum trjám og leika við hundinn. Jafnvel skrifa eins og eina bók.