Spennandi plötur streyma út 8. janúar 2009 08:15 Ný U2 plata í byrjun mars. Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Þrátt fyrir efnahagslegan samdrátt er auðvitað ekkert lát á útgáfu nýrra platna, enda engin sérstök kreppa á meðal listamanna. Tónlistaráhugafólk hefur yfir mörgu að hlakka á næstunni enda nóg af spennandi plötum að koma út. Ljúfi risinn Antony mætir nú loks með nýja plötu eftir að hann sló í gegn með I Am a Bird Now árið 2005. Antony sem má vel kalla Íslandsvin enda hefur hann spilað hér og dvalið, notar annan Íslandsvin til að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveitir sem munu spila með honum á tónleikum. Nico Muhly heitir sá og gaf út í fyrra plötuna Mother Tongue á vegum Bedroom Communications, fyrirtækis Valgeirs Sigurðssonar. Tonight: Franz Ferdinand verður þriðja plata skosku rokkaranna. Platan ku vera undir afrískum áhrifum á köflum og „örugg með sig og kjörin fyrir dansgólfin," eins og söngvarinn gaf nýlega út í viðtali. Nirvana-ekkjan Courtney Love kemur með aðra sólóplötu sína, Nobodys Daughter, en fyrir fimm árum reið hún ekki feitum hesti frá fyrstu sólóplötunni sinni. Courtney þykir í fínu formi þökk sé strangri rækt við búddisma. Helsta aðstoðarfólk hennar á plötunni er Billy Corgan úr Smashing Pumpkins, lagahöfundurinn Linda Perry og Michael Beinhorn, sá sem tók upp hina ágætu plötu Hole, hljómsveitar Courtney, Celebrity Skin. Aftur saman, aftur á dansgólfið The Prodigy snúa aftur í fantaformi.The Prodigy kemur nú saman á ný, hljóðkarlinn Liam og söngvararnir Keith og Maxim á plötunni Invaders Must Die. Síðast var Liam einn á ferð fyrir fimm árum á plötunni Always Outnumbered, Never Outgunned. Nýja platan þykir afturhvarf til sveittrar fortíðar og frá sjónarhóli dansgólfsins þykir þetta besta Prodigy-platan síðan Music for the Jilted Generation kom út. Í byrjun mars heiðrar U2 okkur svo með tólftu sólóplötunni sinni, No Line on the Horizon. Bandið stefndi á grjótharða rokkplötu þegar pælingar hófust við plötugerðina árið 2006 og fékk Rick Rubin á takkana. Efnið sem hann var búinn að taka upp var þó sett í geymslu og gamlir jálkar úr U2-klaninu, Brian Eno, Daniel Lanois og Steve Lillywhite, fengnir til verka. Nýja platan þykir framsækin og nýjungagjörn og þeir sem hafa heyrt hana lofa álíka tónrænu nýjabrumi og á plötunni Achtung Baby. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira