Formúla 1

Alonso stal senunni á heimavelli

Fernando Alonso var í góðum gír á æfingum í Valencia í dag og náði besta tíma.
Fernando Alonso var í góðum gír á æfingum í Valencia í dag og náði besta tíma. mynd: kappakstur.is

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Alonso náði besta tíma í tímatökum í síðustu keppni og virðist tilbúinn í toppslaginn.

Alonso náði raun langbesta tíma og varð 0.774 sekúndum á undan forystumönnum stigamótsins, þeim Jenson Button og Rubens Barrichello hjá Brawn liðinu. Þá er um það rætt í Valencia að Alonso sé búinn að gera samningh við Ferrari fyrir 2010 og framvkæmdarstjóri McLaren, Martin Whitmarsh telur að það verði tilkynnt í kringum ítalska kappaksturinn. Hann segir alla bíða eftir þessu máli, þar sem mikil hreyfing verði á ökumannsmarkanðum ef Alonso fer til Ferrari.

Lewis Hamilton var í vanda með McLaren bílinn á æfingunni, en Heikki Kovalainen varð aðeins tíundi.

Sýnd verða brot af því besta frá æfingum í þætti á Stöð 2 Sport kl. 20.30 í kvöld.

Sjá brautarlýsingu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×