Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var að vonum himinlifandi með sigurinn góða gegn Norðmönnum í dag sem er eitt besta landslið heims.
„Þetta var flottur leikur og ég er rosalega ánægður með liðið í þessum leik og það hvað liðsheildin er orðin öflug," sagði Sigurður Ragnar við Vísi frá Algarve áðan.
„Kvennalandsliðið hefur ekki áður unnið svo sterkan andstæðing. Það er ljóst að það er komið mikið sjálfstraust í liðið og framtíðin er björt.
Ítarlegt viðtal við Sigurð má lesa í Fréttablaðinu á morgun.