Verðum að velja Jón Sigurðsson skrifar 8. desember 2009 06:00 Málþóf hefur staðið yfir á Alþingi um Icesave. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á að axla ábyrgð á ákvörðun. Stjórnarandstaðan á að sýna andstöðu á ábyrgan hátt með atkvæði sínu. Það er skaðlegt fyrir þjóðina að slíkt mál sé tafið. Líklegt er að vergar erlendar skuldir Íslendinga í heild nemi nú um 9,9 sinnum vergri landsframleiðslu eins árs og hreinar erlendar skuldir um 3,9 sinnum vergri landsframleiðslu. En að frá dregnum fjármálastofnunum í slitameðferð eru vergar erlendar skuldir nú líklega um 2,1 sinnum verg landsframleiðsla eins árs og hreinar erlendar skuldir um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Á svipaðan kvarða eru vergar erlendar skuldir Breta nú um 3,4 sinnum verg landsframleiðsla þeirra, Hollendinga um 2,8 sinnum, og Íra um 8,8 sinnum. Auk skulda bera mörg Evrópuríki feiknabyrðar af lífeyrisskuldbindingum. Hreinar skuldir skipta meira máli en vergar. Ekki er yfirleitt gert ráð fyrir skuldleysi heldur miðað við til dæmis 60 prósent af vergri landsframleiðslu. Skuldir skiptast á ríkissjóð, sveitarfélög og einkaaðila. Aðeins opinberar skuldir snerta almenning beinlínis. - Hreinar peningalegar skuldir ríkissjóðs nú virðast um 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Allar nágrannaþjóðir standa gegn okkur í Icesave-málinu, líka Norðurlandaþjóðirnar - nema Færeyingar. Ein líkleg skýring er sú að um það sé sammæli að miklu meira sé í húfi heldur en Icesave-málið eitt, ella verði kerfishrun í þeirri viðleitni að byggja upp sameiginlegt fjármálakerfi í Evrópu. Ef Íslendingar séu „látnir sleppa núna" verði það slíkt fordæmi að enginn taki framar mark á þessari viðleitni. Ekkert bendir til að samningurinn um Icesave verði lagaður eða bættur með frekari viðræðum. Nú eigum við Íslendingar tvo kosti: Annar er sá að samþykkja Icesave-skuldbindingarnar. Hagtölur benda til þess að við ráðum við þetta. Hér er öflugt samfélag og sterkar útflutningsgreinar. Með því að sýna ábyrgð og skilvísi styrkja Íslendingar stöðu sína þegar - en ekki ef - að því kemur að málið verði tekið til endurmats eða dómsmeðferðar. Hinn kosturinn er sá að hafna samningnum. Þá verðum við að miða utanríkisviðskipti við staðgreiðslu í viðkomandi gjaldeyri og loka fjármála- og gjaldeyriskerfi þjóðarinnar upp á nýtt. Þá hefjum við þegar leit að nýjum mörkuðum vegna þeirra erfiðleika sem hefjast á Evrópumörkuðum. Ekki þarf þá meira að hugsa um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en veruleg áhætta verður vegna málsókna fyrir dómstólum. Báðir kostirnir eru herfilega slæmir. Báðir ráða þeir miklu um hag þjóðarinnar næstu tvo til þrjá áratugina. Annar kosturinn er þungar greiðslur, opnun og þátttaka í sameiginlegri hagþróun en hinn er lokun, lífskjaraskerðing og einangrun í einarðlegu stolti. Báðir útheimta harkalegar aðgerðir. En það er nauðsynlegt að Íslendingar geri sér ljóst að þeir geta valið hvorn kostinn sem er. Við ráðum við þá báða. Hér þarf hins vegar hyggindi og ábyrga forystu til að vísa veginn og leiða þjóðina yfir þau firnindi sem framundan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Málþóf hefur staðið yfir á Alþingi um Icesave. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á að axla ábyrgð á ákvörðun. Stjórnarandstaðan á að sýna andstöðu á ábyrgan hátt með atkvæði sínu. Það er skaðlegt fyrir þjóðina að slíkt mál sé tafið. Líklegt er að vergar erlendar skuldir Íslendinga í heild nemi nú um 9,9 sinnum vergri landsframleiðslu eins árs og hreinar erlendar skuldir um 3,9 sinnum vergri landsframleiðslu. En að frá dregnum fjármálastofnunum í slitameðferð eru vergar erlendar skuldir nú líklega um 2,1 sinnum verg landsframleiðsla eins árs og hreinar erlendar skuldir um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Á svipaðan kvarða eru vergar erlendar skuldir Breta nú um 3,4 sinnum verg landsframleiðsla þeirra, Hollendinga um 2,8 sinnum, og Íra um 8,8 sinnum. Auk skulda bera mörg Evrópuríki feiknabyrðar af lífeyrisskuldbindingum. Hreinar skuldir skipta meira máli en vergar. Ekki er yfirleitt gert ráð fyrir skuldleysi heldur miðað við til dæmis 60 prósent af vergri landsframleiðslu. Skuldir skiptast á ríkissjóð, sveitarfélög og einkaaðila. Aðeins opinberar skuldir snerta almenning beinlínis. - Hreinar peningalegar skuldir ríkissjóðs nú virðast um 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Allar nágrannaþjóðir standa gegn okkur í Icesave-málinu, líka Norðurlandaþjóðirnar - nema Færeyingar. Ein líkleg skýring er sú að um það sé sammæli að miklu meira sé í húfi heldur en Icesave-málið eitt, ella verði kerfishrun í þeirri viðleitni að byggja upp sameiginlegt fjármálakerfi í Evrópu. Ef Íslendingar séu „látnir sleppa núna" verði það slíkt fordæmi að enginn taki framar mark á þessari viðleitni. Ekkert bendir til að samningurinn um Icesave verði lagaður eða bættur með frekari viðræðum. Nú eigum við Íslendingar tvo kosti: Annar er sá að samþykkja Icesave-skuldbindingarnar. Hagtölur benda til þess að við ráðum við þetta. Hér er öflugt samfélag og sterkar útflutningsgreinar. Með því að sýna ábyrgð og skilvísi styrkja Íslendingar stöðu sína þegar - en ekki ef - að því kemur að málið verði tekið til endurmats eða dómsmeðferðar. Hinn kosturinn er sá að hafna samningnum. Þá verðum við að miða utanríkisviðskipti við staðgreiðslu í viðkomandi gjaldeyri og loka fjármála- og gjaldeyriskerfi þjóðarinnar upp á nýtt. Þá hefjum við þegar leit að nýjum mörkuðum vegna þeirra erfiðleika sem hefjast á Evrópumörkuðum. Ekki þarf þá meira að hugsa um aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en veruleg áhætta verður vegna málsókna fyrir dómstólum. Báðir kostirnir eru herfilega slæmir. Báðir ráða þeir miklu um hag þjóðarinnar næstu tvo til þrjá áratugina. Annar kosturinn er þungar greiðslur, opnun og þátttaka í sameiginlegri hagþróun en hinn er lokun, lífskjaraskerðing og einangrun í einarðlegu stolti. Báðir útheimta harkalegar aðgerðir. En það er nauðsynlegt að Íslendingar geri sér ljóst að þeir geta valið hvorn kostinn sem er. Við ráðum við þá báða. Hér þarf hins vegar hyggindi og ábyrga forystu til að vísa veginn og leiða þjóðina yfir þau firnindi sem framundan eru.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun