Haukar unnu fimm marka sigur á Val, 29-24, í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1-deildar karla á Ásvöllum í kvöld.
Staðan í hálfleik var 13-11, Haukum í vil. Valur byrjaði betur en eftir að Haukar komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn létu þeir aldrei af forystunni.
Valur átti þó nokkra möguleika á að komast aftur inn í leikinn en náði aldrei stíga skrefið til fulls.
Næsti leikur liðanna verður á miðvikudagskvöldið.