Umfjöllun: FH vann óverðskuldað í Eyjum Ellert Scheving skrifar 5. júlí 2009 18:41 Atli Guðnason skoraði fyrir FH í dag. Mynd/Stefán Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund) Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Eyjamenn tóku á móti FH í rokinu í Eyjum í dag. FH-ingar fóru með sigur af hólmi en naumt var það. Eyjamenn börðust til síðasta blóðdropa og hefðu með heppni hæglega getað unnið leikinn. Leikurinn byrjaði fjörlega og FH komst yfir eftir tíu mínútna leik. Atli Guðnason tók hornspyrnu sem fór í Tryggva Guðmundsson og í netið. Ljótt mark en þau gilda víst öll. Eyjamenn girtu sig í brók og jöfnuðu á 16. mínútu eftir laglega sókn. Arnór Eyvar Ólafsson vann boltann á miðjunni, lék honum út á kant á Ajay Smith sem renndi boltanum á Þórarinn Valdimarsson en hann sendi boltann fyrir beint á kollinn á Tonny Mawejje sem skallaði í netið. Leikurinn var afar skemmtilegur og hraður og bæði lið áttu góð færi en það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem FH komst yfir. Atli Guðnason fékk boltann í teig Eyjamanna eftir þunga sókn og átti ekki í neinum vandræðum með að skora framhjá markverði Eyjamanna. Aftur neituðu leikmenn ÍBV að gefast upp og jöfnuðu á 87. mínútu en þar var að verki Ajay Smith. Matt Garner tók aukaspyrnu utan af kanti, spyrnan fór inn á teig þar sem mikil barátta var en boltinn endaði fyrir hægri löppinni á Ajay sem smellti tuðrunni í netið. Óverjandi fyrir Daða. Leikinn þurfti því að framlengja en í henni voru Eyjamenn mun hættulegri og sköpuðu sér fleiri færi en hetja FH í dag var Norðmaðurinn Alexander Söderlund. Söderlund hafði komið inn á sem varamaður áður og ekki komist í neitt samband við leikinn og var áberandi slakasti leikmaðurinn á vellinum. Sigurmarkið kom á 118. mínútu, eftir skyndisókn FH-inga rann boltinn fyrir Söderlund sem á einhvern óskiljanlegan hátt kom boltanum í netið. Leiktíminn rann út og FH vann afar óverðskuldaðan sigur á baráttuglöðu liði ÍBV - meistaraheppni? ÍBV-FH 2-3 0-1 Tryggvi Guðmundsson (11.) 1-1 Tonny Mawejje (16.) 1-2 Atli Guðnason (80.) 2-2 Ajay Smith (87.) 2-3 Alexander Söderlund (118.) Hásteinsvöllur: Vestmannaeyjar. Áhorfendur: 630 Dómari: Örvar Sær Gíslason. Skot (á mark): 21-19 (10-8) Varin skot: Elías 5 - Daði 7 Horn: 7-12 Aukaspyrnur fengnar: 19-25 Rangstöður: 3-5ÍBV (4-5-1): Elías Fannar Stefnisson Christopher Clements Matt Garner Þórarinn Ingi Valdimarsson (70. Bjarni Rúnar Einarsson) Yngvi Borgþórsson Pétur Runólfsson Andrew Mwesigwa (52. Atli Guðjónsson) Tonny Mawejje Arnór Eyvar Ólafsson (84. Viðar Örn Kjartanson) Eiður Sigurbjörnsson Ajay Leitch SmithFH (4-3-3): Daði Lárusson Tommy Nielsen Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson Pétur Viðarsson Davíð Þór Viðarsson Tryggvi Guðmundsson Matthías Vilhjálmsson Atli Guðnason Guðmundur Sævarsson (56. Björn Daníel Sverrisson) (90.Hákon Hallfreðsson) Atli Viðar Björnsson (56. Alexander Söderlund)
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20 Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Sjá meira
Ajay Smith: Svöruðum gagnrýninni Hinn bráðefnilegi Ajay Smith átti frábæran leik í liði ÍBV í dag en var vonsvikinn í leikslok. ÍBV tapaði fyrir FH, 3-2, í framlengdum leik í bikarnum í dag. 5. júlí 2009 20:20
Davíð Þór: Lélegur leikur hjá okkur “Þetta var lélegur leikur hjá okkur í dag en á móti kemur að Eyjamenn spiluðu mjög vel í dag og voru alls ekkert lakari aðilinn í leiknum,” sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH-inga eftir leikinn við ÍBV í dag. FH vann, 3-2, í framlengdum leik í bikarkeppninni. 5. júlí 2009 20:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti