Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival sem verður haldin á Grundafirði í annað sinn í lok febrúar.
Þar ætla stúlkurnar að frumsýna nýtt tónlistarmyndand auk þess sem nýjasta uppátæki þeirra verður framkvæmt á hátíðinni. Einnig mun forsprakki Weird Girls, Kitty Von-Sometime, spila í „næntís" partíi ásamt Dj Mokki og útvarpskonunni Margréti Maack.
Fyrsta Northern Waves-hátíðin í fyrra heppnaðist einkar vel og í ár voru sendar til keppni yfir níutíu stuttmyndir og tónlistarmyndbönd. Úr þeim bunka voru fimmtíu myndir valdar frá fimmtán löndum. Hátíðin fer fram dagana 27. febrúar til 1. mars.
