Þórunn Helga Jónsdóttir, leikmaður brasilíska liðsins Santos, er eini nýliðinn í 20 manna hópi sem landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur valið fyrir vináttulandsleiki við England og Danmörku.
Kvennalandsliðið spilar við England á heimavelli Colchester, fimmtudaginn 16. júlí en spilar síðan við Dani sunnudaginn 19. júlí á Wheatheafs Park sem er heimavöllur utandeildarliðsins Staines Town FC.
Sigurður Ragnar velur aðeins tvo markverði í hópinn sem bendir til þess að hann ætlar aðeins að fara með tvo markverði til Finnlands.
Landsliðshópurinn:
Markverðir:
Þóra Björg Helgadóttir, Kolbotn
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården
Varnarmenn
Katrín Jónsdóttir, Val
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Djurgården
Ásta Árnadóttir, Tyresö
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Örebro
Erna Björk Sigurðardóttir, Breiðabliki
Sif Atladóttir, Val
Miðjumenn
Edda Garðarsdóttir, Örebro
Dóra María Lárusdóttir, Val
Dóra Stefánsdóttir, LdB Malmö
Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristianstad
Erla Steina Arnardóttir, Kristianstad
Katrín Ómarsdóttir, KR
Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki
Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad
Þórunn Helga Jónsdóttir, Santos
Sóknarmenn
Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristanstad
Harpa Þorsteinsdóttir, Breiðabliki
Rakel Hönnudóttir, Þór/KA