Það sem virða ber Þorsteinn Pálsson skrifar 11. janúar 2009 10:14 Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Umfjöllun um atlögu að umræðufrelsi leiðtoga stjórnmálaflokkanna á gamlársdag er jafnvel snúið upp í þref um það sem kallað er borgaraleg óhlýðni. Erfiðum ákvörðunum sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana fyrir þetta ár hefur verið minni gaumur gefinn. Nýjar aðstæður hafa kallað á pólitískt uppgjör milli fjármálalegrar ábyrgðar og gamalla fyrirheita. Í flestum tilvikum eru sveitarstjórnarmenn að leysa þennan vanda með hagsmuni framtíðarinnar í huga. Margir eiga þar meira lof skilið en fram hefur komið. Enn eru nokkrir lausir endar varðandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hún ber eigi að síður vott um mikla ábyrgð. Í fyrsta lagi fyrir þá sök að svo virðist sem komist verði hjá skuldasöfnun við þessar mjög svo erfiðu aðstæður. Það er ærin pólitísk þraut að leysa. Svo virðist sem það hafi tekist. Í annan stað sýnast stjórnendur borgarinnar hafa leitað eftir eins víðtækri pólitískri samstöðu um gerð fjárhagsáætlunarinnar eins og kostur var. Ágreiningi hefur ekki verið eytt og aðhald á þrengingartímum verður ekki að veruleika án einhverrar óánægju. Kjarni málsins snýst hins vegar um ábyrgð gagnvart framtíðinni. Hana hafa stjórnendurnir virt. Vinnulag borgarstjórnar er í því ljósi til eftirbreytni fyrir alla þá sem forystu hafa um pólitískar ákvarðanir eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna. Í þessu tilviki hafa bæði meirihlutinn og minnihlutinn snúið þeirri pólitísku hlið að borgurunum sem kallað hefur verið eftir. Það á að virða að verðleikum. Svipaða sögu má segja um þær þungbæru skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherrann stendur nú fyrir. Hans ábyrgð er fyrst og fremst sú að nýta hverja krónu sem best. Engum dylst að deila má um skynsemi einstakra ráðstafana í þessu samhengi. En hitt væri óábyrgt að reyna ekki með skipulagsbreytingum að ná fram hagræðingu til þess að viðhalda sem hæstu þjónustustigi. Fjármunirnir eru takmarkaðir. Af nokkuð öðrum toga eru hugleiðingar forseta Alþingis við frestun þingfunda fyrir jól. Þær hafa ekki fengið þá athygli sem efni standa til. Þar voru á ferðinni hugmyndir um enn frekari skipulagsbreytingar á störfum þingsins með fækkun fastanefnda úr tólf í sjö. Forseti Alþingis hefur á stuttum tíma þegar komið til framkvæmda ýmsum umbótum sem styrkt hafa löggjafarvaldið. Skilvirkari reglur um almennar umræður um þingmál og opnun þingnefnda fela í sér umtalsverðar breytingar í þá veru. Þeir sem til þekkja vita að breyting á skipan nefnda þingsins gæti verið eitt skref þar til viðbótar. Að einhverju leyti gæti fækkun nefndanna leitt til sparnaðar. Án vafa myndi hún leiða til skilvirkari og vandaðri vinnubragða. Færri og sterkari þingnefndir geta, ef rétt er á málum haldið, eflt stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Gagnrýni á veika stöðu löggjafarvaldsins hefur um margt verið réttmæt. Markviss viðleitni forseta Alþingis til að snúa þeirri þróun við er eitt af dæmunum um ábyrga umbótaviðleitni sem of hljótt hefur farið. Verk af þessu tagi hafa meira gildi fyrir framtíð þessa lands en samanlagðar Gróusögur dægurumræðunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Á óvissutíma eins og nú ríkir þykja Gróusögur áhugaverðari í dægurumræðunni en staðreyndir. Ofbeldi vekur aukheldur meiri athygli en málefnalegt framlag. Umfjöllun um atlögu að umræðufrelsi leiðtoga stjórnmálaflokkanna á gamlársdag er jafnvel snúið upp í þref um það sem kallað er borgaraleg óhlýðni. Erfiðum ákvörðunum sveitarfélaga við gerð fjárhagsáætlana fyrir þetta ár hefur verið minni gaumur gefinn. Nýjar aðstæður hafa kallað á pólitískt uppgjör milli fjármálalegrar ábyrgðar og gamalla fyrirheita. Í flestum tilvikum eru sveitarstjórnarmenn að leysa þennan vanda með hagsmuni framtíðarinnar í huga. Margir eiga þar meira lof skilið en fram hefur komið. Enn eru nokkrir lausir endar varðandi fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Hún ber eigi að síður vott um mikla ábyrgð. Í fyrsta lagi fyrir þá sök að svo virðist sem komist verði hjá skuldasöfnun við þessar mjög svo erfiðu aðstæður. Það er ærin pólitísk þraut að leysa. Svo virðist sem það hafi tekist. Í annan stað sýnast stjórnendur borgarinnar hafa leitað eftir eins víðtækri pólitískri samstöðu um gerð fjárhagsáætlunarinnar eins og kostur var. Ágreiningi hefur ekki verið eytt og aðhald á þrengingartímum verður ekki að veruleika án einhverrar óánægju. Kjarni málsins snýst hins vegar um ábyrgð gagnvart framtíðinni. Hana hafa stjórnendurnir virt. Vinnulag borgarstjórnar er í því ljósi til eftirbreytni fyrir alla þá sem forystu hafa um pólitískar ákvarðanir eftir hrun gjaldmiðilsins og bankanna. Í þessu tilviki hafa bæði meirihlutinn og minnihlutinn snúið þeirri pólitísku hlið að borgurunum sem kallað hefur verið eftir. Það á að virða að verðleikum. Svipaða sögu má segja um þær þungbæru skipulagsbreytingar sem heilbrigðisráðherrann stendur nú fyrir. Hans ábyrgð er fyrst og fremst sú að nýta hverja krónu sem best. Engum dylst að deila má um skynsemi einstakra ráðstafana í þessu samhengi. En hitt væri óábyrgt að reyna ekki með skipulagsbreytingum að ná fram hagræðingu til þess að viðhalda sem hæstu þjónustustigi. Fjármunirnir eru takmarkaðir. Af nokkuð öðrum toga eru hugleiðingar forseta Alþingis við frestun þingfunda fyrir jól. Þær hafa ekki fengið þá athygli sem efni standa til. Þar voru á ferðinni hugmyndir um enn frekari skipulagsbreytingar á störfum þingsins með fækkun fastanefnda úr tólf í sjö. Forseti Alþingis hefur á stuttum tíma þegar komið til framkvæmda ýmsum umbótum sem styrkt hafa löggjafarvaldið. Skilvirkari reglur um almennar umræður um þingmál og opnun þingnefnda fela í sér umtalsverðar breytingar í þá veru. Þeir sem til þekkja vita að breyting á skipan nefnda þingsins gæti verið eitt skref þar til viðbótar. Að einhverju leyti gæti fækkun nefndanna leitt til sparnaðar. Án vafa myndi hún leiða til skilvirkari og vandaðri vinnubragða. Færri og sterkari þingnefndir geta, ef rétt er á málum haldið, eflt stöðu Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu. Gagnrýni á veika stöðu löggjafarvaldsins hefur um margt verið réttmæt. Markviss viðleitni forseta Alþingis til að snúa þeirri þróun við er eitt af dæmunum um ábyrga umbótaviðleitni sem of hljótt hefur farið. Verk af þessu tagi hafa meira gildi fyrir framtíð þessa lands en samanlagðar Gróusögur dægurumræðunnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun