Þrjár mínútur skipta öllu 5. febrúar 2009 06:00 Spá spennandi úrslitum Friðrik og Regína eru hrifin af endurnýjuninni, Gillzenegger mælir með Elektra en Óttarr fylgist ekkert með keppninni. Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Það kemur í ljós á laugardaginn eftir rúmlega viku hvaða lag verður Eurovision-framlag Íslands í ár. Átta lög eru komin í úrslit eftir snarpa keppni. Hvaða lag er sigurstranglegast? Keppendur síðasta árs spáðu í spilin. „Þetta er alltaf eins, góð lög og svo nokkur örlítið slappari. Það er mikið af nýjum flytjendum núna, sem mér finnst gott. Það er gott að hrista aðeins upp í þessu,“ segir Friðrik Ómar. Hann vill ómögulega spá fyrir um sigurvegara. „Mér finnst ekkert lag afgerandi. Þetta er náttúrlega allt bara spurning um þessar þrjár mínútur sem fólk hefur á sviðinu. Ég held að núna komi allir mjög ákveðnir til leiks og vel æfðir. Ég held þetta verði mjög spennandi.“ Regína Ósk er á sama máli. Segir þetta spennandi og fjölbreytta keppni en að flutningurinn skipti öllu, þessar þrjár mínútur á úrslitakvöldinu. Öfugt við Friðrik er hún þó alveg til í að spá. „Það eru nokkur lög sem mér finnst standa upp úr, en uppáhaldslagið mitt er „Is it true“ sem Jóhanna Guðrún syngur. Þetta er melódískt popp og ég náði því strax. Svo er það rosalega vel flutt enda Jóhanna náttúrlega alveg pottþéttur flytjandi.“ Hljómborðssnillingurinn Gillzenegger í Merzedes Club er hrifinn af rokkstelpunum í Elektra. „Eins og þið vitið er gjemli gjemli sérfræðingur um Eurovision. Og samt er ég gagnkynhneigður. Sem er magnað helvíti! Og þið eigið að kjósa Elektra. Lögin í ár eru flestöll viðbjóður en þetta lag er goodshit!“ skrifar Gillz á heimasíðu sína. Honum finnst þó slappast að hann sjálfur sé ekki meðal keppenda. „Hversu gaman væri að sjá gamla kolvitlausan á hljómborðinu!“ skrifar hann. „Ég hef haft öðrum hnöppum að hneppa svo keppnin hefur því miður farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér,“ segir Óttarr Proppé í Dr. Spock. „Ég sá þó andartak af Höllu Vilhjálms á stökki og var fullviss um að það væri mikil framtíð í því lagi. Svo reyndist þó ekki vera.“ drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira