Besta hljómplata U2 í átján ár 24. febrúar 2009 06:00 Bono og félagar í U2 hafa sent frá sér sína bestu plötu í átján ár að mati Rolling Stone.nordicphotos/getty Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tólfta hljóðversplata U2, No Line on the Horizon, fær fimm stjörnur hjá Dave Fricke, gagnrýnanda bandaríska tímaritsins Rolling Stone. Hann segir plötuna þá bestu frá sveitinni í átján ár, eða síðan Achtung Baby kom út. „No Line on the Horizon er fyrsta platan frá U2 í næstum fimm ár og þeirra besta hvað varðar textagerð og góðar melódíur síðan Achtung Baby kom út 1991," segir í umsögninni. „Bono syngur um Guð, sektarkennd, ást og hryðjuverk og gerir líka grín að sjálfum sér eins og oft áður," segir Fricke og á þar við söng hans í laginu Stand Up Comedy: „Standið upp fyrir rokkstjörnum. Passið ykkur á litlum mönnum með stórar hugmyndir." Bjagaður gítarleikur The Edge og þéttur trommuleikur Larry Mullen Jr. þykir einnig áberandi á plötunni, sem kemur út 2. mars. Bíða hennar margir með mikilli eftirvæntingu enda hefur U2 lengi verið talin „stærsta" hljómsveit heimsins. Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Daily Telegraph er einnig hrifinn af nýju plötunni: „Þetta er miklu frekar viðburður en plata. Alveg eins og með The Unforgettable Fire og Achtung Baby þá er No Line on the Horizon djörf, falleg og vel ígrunduð enduruppgötvun á tónlist U2." Til að fagna útkomu plötunnar og berjast fyrir komu U2 til Íslands verða haldnir tónleikar á Nasa 7. mars. - fb
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira