Handbolti

Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Stefánsson skoraði átta mörk í kvöld.
Magnús Stefánsson skoraði átta mörk í kvöld. Mynd/Anton
Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld.

Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Liðið tapaði einnig tveimur Evrópuleikjum um helgina og hefur því tapað fimm leikjum í röð.

„Það var alveg grátlegt að horfa upp á þetta. Við vorum þremur mörkum yfir þegar 7-8 mínútur voru eftir af leiknum," sagði Magnús. „Þeir virtust þá ganga á lagið í sókninni. Við vorum reyndar búnir að spila fína vörn en förum allt í einu að slaka á. Það var því varnarleikurinn sem var okkar akkelisarhæll - ég var ánægður með sóknarleikinn."

Magnús var markahæstur Framara í kvöld en hann skoraði alls átta mörk úr fimmtán skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×