Guðmundur Pétursson skoraði þrennu fyrir KR þegar það rúllaði yfir lið Leiknis, 9-2, í Lengjubikarnum í kvöld. Leikið var á gervigrasvelli KR-inga.
Björgólfur Takefusa skoraði tvö mörk fyrir KR en hin mörkin skoruðu Bjarni Guðjónsson, Ingólfur Sigurðsson og Guðmundur Benediktsson. Eitt marka KR var sjálfsmark. Markaskorarar eru fengnir frá fótbolta.net.
KR kemst samt ekki áfram í keppninni en Leiknir hefði getað tryggt sig áfram með sigri.
Breiðhyltingar þurfa að bíða eftir úrslitum úr leik Fylkis og Víkings áður en þeir vita sín örlög í keppninni. Fylkir stigi á eftir Leikni en Víkingar þrem stigum á eftir þeim.