Gunnleifur: Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júlí 2009 12:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli. Markvörðurinn snjalli er að sjálfsögðu fullur tilhlökkunnar fyrir leiknum og á von á hörku baráttu og mikilli skemmtun. „Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og hafa verið það í gegnum tíðina og ég held að það verði engin breyting á því í kvöld. Þetta skiptir máli fyrir svo marga hérna í Kópavogi hvernig þetta fer og ég veit að leikmenn og stuðningsmenn beggja félaga hafa beðið lengi eftir þessum leik. Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi og það verður örugglega frábær stemning á vellinum," segir Gunnleifur. HK-ingar eru sem stendur í toppbaráttu 1. deildar en Breiðablik sogast nú nær botninum í Pepsi-deildinni með hverri umferðinni og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti, eftir annars fína byrjun í upphafi tímabils. Gunnleifur telur að staða liðanna í deildunum eigi ekki eftir að skipta neinu máli í kvöld. „Þetta er náttúrulega ný keppni og undanúrslitin innan seilingar fyrir bæði lið. Ég held að staða liðanna í deildinni eigi ekki eftir að breyta neinu í kvöld og bæði lið mæta eflaust brjáluð í leikinn. Leikmenn beggja liða mæta hundrað prósent klárir til leiks og ég á alls ekki von á því að Blikar mæti eitthvað litlir til leiks þrátt fyrir gengi þeirra í deildinni undanfarið," segir Gunnleifur. Leikir kvöldsins í VISA-bikarnum eru: HK-Breiðablik, Kópavogsvelli kl. 19.15 Keflavík-FH, Sparisjóðsvelli kl. 19.15 Fram-Fylkir, Laugardalsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli. Markvörðurinn snjalli er að sjálfsögðu fullur tilhlökkunnar fyrir leiknum og á von á hörku baráttu og mikilli skemmtun. „Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og hafa verið það í gegnum tíðina og ég held að það verði engin breyting á því í kvöld. Þetta skiptir máli fyrir svo marga hérna í Kópavogi hvernig þetta fer og ég veit að leikmenn og stuðningsmenn beggja félaga hafa beðið lengi eftir þessum leik. Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi og það verður örugglega frábær stemning á vellinum," segir Gunnleifur. HK-ingar eru sem stendur í toppbaráttu 1. deildar en Breiðablik sogast nú nær botninum í Pepsi-deildinni með hverri umferðinni og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti, eftir annars fína byrjun í upphafi tímabils. Gunnleifur telur að staða liðanna í deildunum eigi ekki eftir að skipta neinu máli í kvöld. „Þetta er náttúrulega ný keppni og undanúrslitin innan seilingar fyrir bæði lið. Ég held að staða liðanna í deildinni eigi ekki eftir að breyta neinu í kvöld og bæði lið mæta eflaust brjáluð í leikinn. Leikmenn beggja liða mæta hundrað prósent klárir til leiks og ég á alls ekki von á því að Blikar mæti eitthvað litlir til leiks þrátt fyrir gengi þeirra í deildinni undanfarið," segir Gunnleifur. Leikir kvöldsins í VISA-bikarnum eru: HK-Breiðablik, Kópavogsvelli kl. 19.15 Keflavík-FH, Sparisjóðsvelli kl. 19.15 Fram-Fylkir, Laugardalsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira