Nú í hádeginu var spá formanna, þjálfara og fyrirliða liða N1-deildar karla í handbotla fyrir komandi tímabil kunngjörð.
Samkvæmt spánni munu Íslandsmeistarar Hauka verja titil sinn en grannar þeirra í FH eru í öðru sætinu í spánni.
„Þetta sýnir bara að Hafnarfjörður er aftur orðinn Mekka handboltans og það er náttúrulega mikið ánægjuefni. Ég held að þetta verði annars ansi jafnt í vetur. Það var kannski borðleggjandi að spá fjórum efstu liðunum á þennan stað en ég held líka að Fram og HK eigi eftir að blanda sér í baráttuna," segir Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í samtali við Vísi.
Spáin fyrir N1-deild karla í heild sinni:
1. Haukar, 215 stig
2. FH, 200 -
3. Valur, 198 -
4. Akureyri, 183 -
5. Fram, 150 -
6. HK, 123 -
7. Stjarnan, 90 -
8. Grótta, 89 -
*Mest var hægt að fá 240 stig
Spáin fyrir 1. deild karla:
1. Afturelding, 189 stig
2. Selfoss, 171 -
3. Víkingur, 167 -
4. ÍR, 157 -
5. ÍBV, 132 -
6. Þróttur, 113 -
7. Fjölnir, 100 -