Glover: Ætti að geta spilað svona í hverri viku Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júní 2009 21:00 Lucas Glover. Nordic photos/AFP Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover náði að standa af sér áhlaup frá reynsluboltunum Phil Mickelson og David Duval á lokahringnum á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage Black-vellinum og vann frækinn sigur í dag. Hinn 29 ára Glover var á átta höggum undir pari fyrir lokahringinn sem hann spilaði á 73 höggum en það dugði til sigurs. „Þetta var spurning um þolinmæði í dag. Völlurinn er skemmtilegur en erfiður og lét okkur alla finna vel fyrir því," segir Glover. Besti árangur Glover fyrir sigurinn var þegar hann deildi tuttugasta sætinu á Masters-mótinu árið 2007 og því var kylfingurinn að taka stórt skref. „Fyrst að ég vann þetta stórmót þá ætti ég að geta spilað svona í hverri viku. Þetta gefur mér í það minnsta mikið sjálfstraust upp á framhaldið að gera," segir Glover. Ricky Barnes, David Duval og Phil Mickelson deildu öðru sætinu í mótinu en þetta var í fimmta skiptið sem að Mickelson, eða „Lefty" eins og hann er stundum kallaður, varð að sætta sig við annað sætið á Opna-bandaríska meistaramótinu.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira