Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna mæta ítalska liðinu Torres Calcio í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en dregið var í dag.
Á sama tíma var dregið í sextán liða úrslitin. Fari Valur áfram mætir það annað hvort Unia Racibors frá Póllandi eða SV Neulengbach frá Austurríki.
Leikir Vals í fyrri umferðinni fara fram 30. september og 7. október. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 4. og 11. nóvember.